Safnahelgi á Suđurnesjum um helgina

  • Menningarfréttir
  • 15. október 2021

Safnahelgi á Suðurnesjum fer fram næstu helgi, 16. og 17. október 2021.

Safnahelgin er samstarfsverkefni safna, setra og sýninga á Suðurnesjum sem opna dyrnar sínar fyrir íbúum og gestum svæðisins.

Safnahelgin í ár er uppfull af fjölbreyttum og skemmtilegum viðburðum um allan Reykjanesskagann fyrir alla fjöldskylduna. Tónleikar, sirkus, sögustund, sýningar, ratleikur, slökkvibílar, völva Suðurnesja, upplestur, ævintýraheimur hafsins, Skessan, ljósmyndasýningar og margt, margt fleira.

Í Kvikunni í Grindavík mun Alli á Eyri eða Alli "á Bryggjunni" segja nokkrar vel valdar sögur úr lífinu í Grindavík gegnum árin kl. 14:00 laugardaginn 16. október. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Þá mun Sirkus Íslands sýna í Kvikunni sunnudaginn 17. október kl. 13:00. Miðaverð er 3.500 fyrir fullorðna og 3.000 fyrir börn.

Inn á heimasíðu Safnahelgarinnar, safnahelgi.is, má nálgast upplýsingar um alla viðburði sem eru í boði. Við hlökkum til að hitta ykkur á ferðinni um Suðurnesin um helgina.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 8. desember 2023

Leigutorgiđ opnar kl. 14:00

Fréttir / 1. desember 2023

Útsvarshlutfall ársins 2024

Fréttir / 29. nóvember 2023

Unniđ ađ leikskólavistun

Fréttir / 29. nóvember 2023

Opnun Grindavíkurhafnar

Fréttir / 28. nóvember 2023

Safnskóli fyrir leikskólabörn

Fréttir / 24. nóvember 2023

Frekari rýmkun, flutningur stćrri hluta