Vel heppnađar uppbyggingasmiđjur á miđstigi

  • Grunnskólafréttir
  • 15. október 2021

Í gær hófust þemadagar í anda Uppbyggingastefnunnar en það er stefna sem unnið hefur verið eftir í Grunnskóla Grindavíkur síðustu árin í því markmiði að bæta samskipti, auka sjálfsaga og sjálfstraust.

Starfsfólk á miðstigi skipulagði smiðjur í anda Uppbyggingastefnunnar og þar gátu nemendur fundið sér ýmislegt skemmtilegt að gera. Þau gátu valið um það að perla, gera vinabönd, spreyta sig á þrautum, spila og keppa í "minute to win it" leikjum svo fátt eitt sé nefnt.

Smiðjurnar heppnuðust prýðilega og augljóst að nemendur skemmtu sér konunglega. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá gærdeginum þar sem nemendur 4.-6.bekkja eru í aðalhlutverki. Á næstu dögum munu birtast fleiri myndafréttir þar sem sýnt er frá starfinu þessa Uppbyggingadaga.


Þessir krakkar spreyttu sig á því hvað þeir gætu hitt mörgum pappírskúlum í tunnu á einni mínútu.

 


Full einbeiting þarna.


Just dance er alltaf vinsælt


Nemendur hjálpuðust að við að setja húðflúr hvern á annan.


Origami stöðin var skemmtileg og þar var Veiga við stjórnvölinn.


Á pallinum við stigann sá Dóra myndmenntakennari um stöð sem kallaðist "Óskaveröldin" en það er þáttur sem fjallað er um í Uppbyggingastefnunni.


Þórunn og Petrúnella íþróttakennarar settu upp íþróttasal í einni stofunni.


Þessar stúlkur máttu varla vera að því að lita upp frá blöðunum sem þær voru að lita.


Hér var allt á fullu í vinabandagerð.


Fjör á spilastöð.


Perlurnar standa altlaf fyrir sínu.


Milos og Cober voru með allt á hreinu á þrautastöðinni.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 20. mars 2025

Póstbox í Grindavík

Fréttir / 26. febrúar 2025

Ađalfundur Grindavík Experience

Fréttir / 24. febrúar 2025

Hér er íbúakönnun Maskínu

Fréttir / 20. febrúar 2025

Sundlaugin opin á laugardögum og mánudögum

Fréttir / 17. febrúar 2025

Um 80 hollvinasamningar

Fréttir / 14. febrúar 2025

Opnunartími sundlaugar