Ađalfundur foreldrafélags Grunnskóla Grindavíkur

  • Fréttir
  • 18. október 2021

Aðalfundur foreldrafélags Grunnskóla Grindavíkur verður haldinn miðvikudaginn 20.október kl. 19:30 á sal Grunnskólans við Ásabraut.

Dagskrá:
Almenn aðalfundarstörf
Kosning nýrrar stjórnar
Önnur mál

Að loknum hefðbundnum fundarstörfum kemur einn vinsælasti fyrirlestari landsins, Pálmar Ragnarsson og heldur fyrirlestur um jákvæð samskipti. Pálmar er bæði fyrirlesari og körfuboltaþjálfari sem hefur slegið í gegn með fyrirlestrum um jákvæð samskipti.   Í fyrirlestri sínum fjallar hann á skemmtilegan hátt um það hvernig við getum náð því besta úr fólkinu í kringum okkur með góðum samskiptum. Samhliða því tekur hann mörg skemmtileg dæmi af samskiptum barna á íþróttaæfingum og yfirfærir á foreldrahópinn auk þess sem hann segir frá niðurstöðum rannsóknar sem hann gerði á samskiptum á vinnustöðum á Íslandi í meistaranámi sínu í Háskóla Íslands. Fyrirlestur sem fær fólk til að hlægja og hugsa á sama tíma.

Boðskapur fyrirlestrarins er hvernig foreldrar geta saman myndað öfluga heild og einnig er farið yfir atriði sem geta hjálpað til í samskiptum foreldra og barna.

Við hvetjum foreldra barna í grunnskólanum til að mæta og eiga góða stund saman. 

Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til stjórnar félagsins geta sent tölvupóst á valgerdurj@gmail.com
 

Stjórn Foreldrafélags Grunnskóla Grindavíkur

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun