Herrakvöld Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur á föstudaginn

 • Fréttir
 • 13. október 2021

Herrakvöld Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur fer fram föstudagskvöldið 15. október næstkomandi í Gjánni. Um er að ræða eitt af skemmtulegustu kvöldum ársins þar sem gleðin verður í fyrirúmi.
Húsið opnar kl. 18:30 með fordrykk. Eftirfarandi tilkynning barst frá skipuleggjendum kvöldsins:

Það er með mikilli gleði í hjörtum skipuleggjanda að loksins sé hægt að halda herrakvöld körfunnar eftir frekar leiðinleg „covid-ár.“ Og þar sem að þetta styrktarkvöld hefur ekki verið haldið eins lengi og raunin er var ekki hægt annað en að fá Njarðvíkinginn Örvar Kristjáns til leiks og svo ljúflinginn Pétur Jóhann einnig. Þessir tveir hafa yfir að ráða yfirgripsmikilli þekkingu á almennu gríni með „hóflegum“ grófleika.

Maturinn verður í höndum fagmansins Bíbba Heins og áhugamansins Gauta D. Saltfiskrétturinn og eðal kótilettur í raspi með því meðlæti sem góðri matarveislu hæfir. Og svo er það náttúrlega þetta klassíska, maður er manns gaman, tilefnið geggjað, stuð og stemmari.

Í fordrykk geta menn gætt sér á eðal bjórsmakki frá þeim bræðrum á 22/10 Brugghús.

Svo má ekki gleyma upplifunar-happadrættinu!  Skipuleggjendur eru mjög stoltir yfir því. Aðspurður segir Ingimar Waldorff að metnaðurinn í vinningunum sé gríðarlegur og sjálfur ætli hann að kaupa marga marga miða. Og ef að einhver saknar þess að geta boðið í alvöru 4 rétta stórveislu fyrir 8 manns plús þá var það ákveðið á fundi nefndarinnar að bjóða upp veislu vegna þess að það er bara svo gaman.

Á meðal vinninga má nefna:
Flug með Einari Dagbjarts um gosstöðvarnar í Geldingadölum
Ferð fyrir tvo á Bæjarins Bestu með Ásgarðspjökkunum Dóra og Gauta
Bláa Lóns vinningar
Fiskur og matarveislur
Golfboltar o.fl.

Og þannig er það nú augljóst að þeir sem gera sér ferð í Gjánna núna á föstudagskvöldið 15. október fara saddir og sáttir á koddann, búnir að leggja sitt að mörkum og allir rokka.

Miða má nálgast hjá leikmönnum og í Olís en í raun er nóg að mæta bara og klára málið við hurð.
 

Miðaverð er 7.000 kr.-

Miðapantanir eru hafnar hjá Jón Gauta í síma 840-1719.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 15. október 2021

Safnahelgi á Suđurnesjum um helgina

Grunnskólafréttir / 14. október 2021

Vel heppnađar uppbyggingasmiđjur á miđstigi

Fréttir / 12. október 2021

Sjálfbćrar byggingar í Grindavík

Fréttir / 8. október 2021

Orlofshús VLFGRV um jól og áramót 2021

Fréttir / 7. október 2021

Geymslusvćđi viđ Eyjabakka

Grunnskólafréttir / 7. október 2021

Forvarnadagur forseta Íslands

Tónlistaskólafréttir / 5. október 2021

Er tónlistarnám áhugamál, tómstund eđa menntun?

Fréttir / 1. október 2021

Björgvin Páll međ erindi í Kvikunni

Fréttir / 21. september 2021

Starf slökkviliđsstjóra laust til umsóknar

Fréttir / 1. október 2021

Ari Eldjárn međ uppistand í Kvikunni

Nýjustu fréttir

Farandsirkus í Kvikunni

 • Fréttir
 • 16. október 2021

Opiđ sviđ á Fish House á laudagdaginn

 • Fréttir
 • 15. október 2021

Sögustund međ Alla í Kvikunni

 • Fréttir
 • 14. október 2021

Glćsilegar grímur 5.bekkinga

 • Grunnskólafréttir
 • 12. október 2021

Safnahelgi á Suđurnesjum 2021

 • Fréttir
 • 12. október 2021

Gestir Vestnorden heimsóttu Grindavík

 • Fréttir
 • 8. október 2021

Keli og strákarnir á Októberfest

 • Fréttir
 • 8. október 2021