Tónlistarskóli Grindavíkur tilnefndur til Íslensku menntaverđlaunanna 2021

  • Fréttir
  • 5. október 2021

Tónlistarskóli Grindavíkur var í dag tilnefndur til Íslensku menntaverðlaunanna 2021. Um er að ræða tilnefningu í flokknum Framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur. Er Tónlistarskóli Grindavíkur tilnefndur fyrir framúrskarandi tónlistarkennslu og þróunarstarf.

Á þessum tengli má lesa ítarlegan rökstuðning fyrir tilnefningunni en þar segir m.a. Í skólanum hefur á undanförnum árum verið þróuð sérstök aðferð í tónlistarnáminu þar sem byggt er á snjalltækni. Aðferðin, sem kölluð hefur verið Eftirfylgniaðferðin, þróaðist úr speglaðri kennslu (vendikennslu, e. flipped instruction) og er notuð með hefðbundinni einkakennslu. Kennari útskýrir fyrir nemandanum heimavinnuna á hljóðfærið, söng eða tónfræði og tekur upp á spjaldtölvu. Upptakan er síðan aðgengileg fyrir nemandann eftir kennslustundina á sérstökum vef. Hún er miðuð við stöðu og þarfir nemenda hverju sinni og hjálpar einnig nemandanum og foreldrum með æfingar heima því foreldrar eru sjaldnast sérfræðingar í hljóðfæraleik. Markmiðið er að minnka brottfall nemenda úr skólanum og auka færni og getu nemenda við þjálfun heima. Það er gert með það að leiðarljósi að nýta tæknina til að koma aðferðum heim í stofu nemenda og að auka einstaklingsmiðaða þjónustu með nútímatækni. Aðferðin hefur reynst sérstaklega vel í tengslum við þær aðstæður sem skapast hafa vegna covid.

Við óskum Tónlistarskóla Grindavíkur innilega til hamingju með tilnefninguna!

Hér má sjá kynningu á Tónlistarskóla Grindavíkur


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 1. desember 2021

Upptaka frá bćjarstjórnarfundi nr. 522

Fréttir / 30. nóvember 2021

Kaffihúsakvöld í Kvikunni

Grunnskólafréttir / 26. nóvember 2021

Upplýsingatćkni í 3.bekk

Fréttir / 23. nóvember 2021

Óskađ eftir frambođum í Ungmennaráđ

Fréttir / 16. nóvember 2021

Starfsfólk í heimaţjónustu

Fréttir / 23. nóvember 2021

Brautryđjendur í heilsustefnu leikskóla

Höfnin / 22. nóvember 2021

Met afli hjá Tómasi Ţorvaldssyni GK-10.

Fréttir / 21. nóvember 2021

Lokanir á Leikskólanum Laut

Fréttir / 18. nóvember 2021

D vítamín: Sólskin í skammdeginu

Fréttir / 18. nóvember 2021

Grindavík međ liđ í Krakkakviss