Fundur 520

  • Bćjarstjórn
  • 29. september 2021

520. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 28. september 2021 og hófst hann kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Sigurður Óli Þórleifsson, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður, Guðmundur L. Pálsson, aðalmaður, Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Páll Valur Björnsson, aðalmaður og Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður.
Einnig sátu fundinn:
Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1. Breyting á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar: Gossvæði og sæstrengur - 2109096
Til máls tók: Sigurður Óli.

Skipulagstillagan hefur verið kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd lagði til á 90.fundi sínum þann 20.september sl. að eftirfarandi breyting verði gerð á skipulagstillögunni fyrir auglýsingu: - Gönguleið við gosstöðvarnar í Geldingadal sem í daglegu tali er kölluð gönguleið B verður sett inn á skipulagstillöguna. Skipulagsnefnd samþykkti skipulagstillöguna með áorðnum breytingum á fundi nefndarinnar nr. 90 þann 20.september sl.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða skipulagstillöguna með áorðnum breytingum. Í samræmi við 3. mgr. 30. gr skipulagslaga nr. 123/2010 þá er sviðsstjóra falið að senda skipulagstillöguna til athugunar hjá Skipulagsstofnun. Ef engar athugasemdir berast frá Skipulagsstofnun þá er sviðsstjóra falið að auglýsa tillöguna skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2. Breyting á Aðalskipulagi Reykjanesbæjar og nýtt deiliskipulag vegna fiskeldis á Reykjanesi Ósk um umsögn - 2109092
Til máls tóku: Sigurður Óli og Guðmundur.

Reykjanesbær óskar eftir umsögn Grindavíkurbæjar á aðalskipulagsbreytingu Reykjanesbæjar og nýju deiliskipulagi vegna fiskeldis á Reykjanesi. Skipulagsnefnd gerði ekki athugasemdir við skipulags- og matslýsinguna á 90. fundi sínum þann 20. september sl. en áskilur sér rétt til að koma með athugasemdir á síðari stigum gerist þess þörf. Skipulagsnefnd vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar samhljóða og áskilur sér rétt til að koma með athugasemdir á síðari stigum gerist þess þörf.

3. Aðalskipulag Reykjanesbæjar 2020-2035 vinnslutillaga til kynningar - 2109093
Til máls tóku: Sigurður Óli og Guðmundur.

Aðalskipulag Reykjanesbæjar 2020-2035 vinnslutillaga, samkvæmt 30. gr. skipulagslaga lögð fram. Skipulagsnefnd gerði ekki athugasemdir við vinnslutillöguna á 90. fundi sínum þann 20. september en áskilur sér rétt til að koma með athugasemdir á síðari stigum gerist þess þörf. Skipulagsnefnd vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar samhljóða og áskilur sér rétt til að koma með athugasemdir á síðari stigum gerist þess þörf.

4. Eignfærð fjárfesting á árinu 2021 - beiðni um viðauka - 2109064
Til máls tók: Sigurður Óli.

Óskað er eftir viðauka á fjárfestingaáætlun ársins 2021 að fjárhæð kr. 120 milljónir sem skiptist svo: Viðbygging Hópsskóla hækkar um kr. 100 milljónir til áramóta þar sem verkið er á undan áætlun. Byggingarkostnaður sem ætlað var að félli til á árinu 2022 lækkar í staðinn. Hönnun félagsaðstöðu eldri borgara hækkar um kr. 20 milljónir. Lagt er til að fjármögnun þessa viðauka verði með lækkun á verkinu Gatnagerð í Hlíðarhverfi um kr. 70 milljónir og vatnsveitustofn frá Svartsengi um kr. 50 milljónir.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann. Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs samhljóða.

5. Brunamál og almannavarnir- beiðni um viðauka - 2109060
Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, bæjarstjóri og Páll Valur.

Óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2021 á málaflokk 07 Brunamál og almannavarnir, að fjárhæð 25.255.000 kr. skv. framlagðri sundurliðun. Lagt er til að viðaukinn verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

6. Tæknideild - beiðni um viðauka - 2109063
Til máls tók: Sigurður Óli.

Óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2021 á rekstrarliði 09521 Tæknideild, að fjárhæð 2.929.000 kr. skv. framlagðri sundurliðun. Lagt er til að viðaukinn verði fjármagnaður með lækkun á á liðnum 13031-2990, Átaksverkefni, önnur vörukaup. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

7. Endurbætur á Kvíabryggju - 2105140
Til máls tók: Sigurður Óli.

Lögð fram beiðni um viðauka að fjárhæð 12.230.000 kr. á fjárfestingaáætlun Grindavíkurhafnar á verkið Kvíabryggja, endurnýjun á dekki. Fjármögnunin verði með lækkun á liðnum Þekja á Suðurgarð um sömu upphæð. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

8. Málaflokkur 02 - Beiðni um viðauka - 2109103
Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Guðmundur og Hjálmar.

Lögð er fram beiðni um viðauka í málaflokki 02 - Félagsþjónusta, að fjárhæð 8.915.000 kr. skv. framlagðri sundurliðun. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann og að fjármögnun verði með lækkun annarra rekstrareininga innan málaflokksins skv. sundurliðuninni.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

9. Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga 2021 - 2102009
Til máls tók: Sigurður Óli.

Fundargerð 900. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags 26. ágúst 2021 er lögð fram til kynningar.

10. Bæjarráð Grindavíkur - 1590 - 2109003F
Til máls tóku: Sigurður Óli, Páll Valur, Hallfríður, Guðmundur, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Helga Dís, Birgitta, Hjálmar og bæjarstjóri.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

11. Bæjarráð Grindavíkur - 1591 - 2109007F
Til máls tóku: Sigurður Óli, bæjarstjóri, Hallfríður og Birgitta.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

12. Bæjarráð Grindavíkur - 1592 - 2109014F
Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Hallfríður, bæjarstjóri, Páll Valur, Birgitta, Hjálmar, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Helga Dís.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

13. Skipulagsnefnd - 90 - 2109013F
Til máls tóku: Sigurður Óli, bæjarstjóri, Hallfríður, Hjálmar, Guðmundur, Páll Valur, Helga Dís og Birgitta.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

14. Fræðslunefnd - 111 - 2108016F
Til máls tóku: Sigurður Óli, Helga Dís, bæjarstjóri, Birgitta, Hallfríður og sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

15. Fræðslunefnd - 112 - 2109008F
Til máls tóku: Sigurður Óli, Hjálmar, Hallfríður, Páll Valur, Birgitta, Guðmundur og Helga Dís.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

16. Frístunda- og menningarnefnd - 107 - 2109002F
Til máls tóku: Sigurður Óli, Birgitta, Guðmundur, Hallfríður, Páll Valur og Helga Dís.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

17. Umhverfis- og ferðamálanefnd - 55 - 2109009F
Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Helga Dís, bæjarstjóri og Páll Valur.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

18. Hafnarstjórn Grindavíkur - 478 - 2108013F
Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Helga Dís, bæjarstjóri, Páll Valur og Hjálmar.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

19. Afgreiðslunefnd byggingarmála - 53 - 2109010F
Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Helga Dís, Páll Valur, Guðmundur, Hjálmar og Birgitta.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:50.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 27. júlí 2022

Fundur 1617

Afgreiđslunefnd byggingamála / 18. júlí 2022

Fundur 62

Skipulagsnefnd / 13. júlí 2022

Fundur 103

Bćjarráđ / 13. júlí 2022

Fundur 1616

Hafnarstjórn / 12. júlí 2022

Fundur 483

Bćjarráđ / 6. júlí 2022

Fundur 1615

Frćđslunefnd / 4. júlí 2022

Fundur 120

Frístunda- og menningarnefnd / 29. júní 2022

Fundur 116

Bćjarráđ / 29. júní 2022

Fundur 1614

Bćjarráđ / 24. júní 2022

Fundur 1613

Skipulagsnefnd / 24. júní 2022

Fundur 102

Afgreiđslunefnd byggingamála / 16. júní 2022

Fundur 61

Bćjarráđ / 15. júní 2022

Fundur 1612

Bćjarstjórn / 8. júní 2022

Fundur 529

Bćjarráđ / 25. maí 2022

Fundur 1611

Frćđslunefnd / 24. maí 2022

Fundur 119

Skipulagsnefnd / 24. maí 2022

Fundur 99

Afgreiđslunefnd byggingamála / 18. maí 2022

Fundur 60

Almannavarnir / 18. maí 2022

Fundur 74

Almannavarnir / 18. maí 2022

Fundur 73

Bćjarstjórn / 11. maí 2022

Fundur 528

Frístunda- og menningarnefnd / 11. maí 2022

Fundur 115

Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022

Fundur 115

Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022

Fundur 115

Bćjarráđ / 4. maí 2022

Fundur 1610

Skipulagsnefnd / 3. maí 2022

Fundur 101

Hafnarstjórn / 2. maí 2022

Fundur 482

Bćjarstjórn / 27. apríl 2022

Fundur 527

Skipulagsnefnd / 20. apríl 2022

Fundur 100

Bćjarráđ / 20. apríl 2022

Fundur 1609