Menningarverđlaun Grindavíkurbćjar 2021 afhent á miđvikudaginn

  • Menningarfréttir
  • 27. september 2021

Menningarverðlaun Grindavíkurbæjar 2021 verða afhent við formlega athöfn í Kvikunni miðvikudaginn 29. september kl. 17:30. 

Allir Grindvíkingar eru velkomnir í Kvikuna að samfagna með verðlaunahöfum og fagna gróskumiklu menningarlífi í Grindavík. 

Menningarverðlaun Grindavíkurbæjar eru veitt árlega til einstaklings, stofnunar eða samtaka sem viðurkenning fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og/eða menningar. Hlutverk verðlaunanna er m.a. að vera almenn hvatning til eflingar menningar- og listastarfs í sveitarfélaginu.

Eftirtaldir hafa fengið menningarverðlaun Grindavíkurbæjar:

2010 Saltfisksetur Íslands í Grindavík og Ómar Smári Ármannsson
2011 Aðalgeir og Kristinn Jóhannssynir
2012 Þorbjörn hf.
2013 Einar Lárusson
2014 Halldór Lárusson (bæjarlistamaður)
2015 Harpa Pálsdóttir
2016 Helga Kristjánsdóttir (bæjarlistamaður)
2017 Minja- og sögufélag Grindavíkur
2018 Anna Sigríður Sigurjónsdóttir (bæjarlistamaður)
2019 Halla María Svansdóttir
2020 Kristín E. Pálsdóttir


Deildu ţessari frétt