Spennandi menningarsalur í mótun í Kvikunni

 • Fréttir
 • 24. september 2021

Íbúar Grindavíkur fengu á dögunum veglega haustdagskrá menningarhúsanna í Grindavík inn um bréfalúguna. Í haust verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir almenning, fjölskyldur, skólahópa og börn í Kvikunni og Bókasafni Grindavíkur. 

Fyrsti viðburðurinn í Kvikunni þetta haustið fór fram 15. september þegar uppistandshópurinn VHS sýndi sýninguna VHS krefst virðingar við mikil hlátrasköll gesta. Fjölmargir Grindvíkingar hafa t.d. lagt leið sína í Kvikuna í vikunni enda hafa þar farið fram fyrirlestrar, námsskeið, kóræfing og krakkasmiðja í tengslum við starfsdag í skólum sveitarfélgsins. 

Húsið er nú bókað vegna fyrirlestra, uppákoma og viðburða nær alla virka daga fram í desember. Má nefna fjölbreytta opna viðburði alla miðvikudaga, opið hús fyrir börn á fimmtudögum og foreldramorgna á föstudögum. 

Mikil breyting hefur orðið í starfsemi hússins eftir að ákveðið var að færa sýningahald úr stóra salnum á neðri hæðinni á efri hæð hússins. Hönnuður sýningarinnar, Björn G. Björnsson, sá jafnframt um hönnun sýningarinnar á efri hæðinni. 
Var þessi ákvörðun tekin með það að markmiði að nýta stóra salinn fyrir fjölbreytta menningarviðburði í þágu Grindvíkinga. Er horft til þess að salurinn verði svokallaður „black box“ salur og hefur hann gengið undir vinnuheitinu „Svartsengi“. 

Meðal viðburða sem farið hafa fram í salnum þrátt fyrir erfiða tíma til samkomuhalds má nefna upptökur á þorrablóti UMFG, listasmiðjur og námskeið fyrir börn auk kaffiboðs í tengslum við 17. júní.

Grindvíkingar eru hvattir til að hafa samband hafi þeir áhuga á viðburðahaldi í húsinu gegnum netfangið kvikan@grindavik.is eða Facebook síðu Kvikunnar

Meðfylgjandi myndir eru af salnum fyrir sýningu VHS og frá því töframaðurinn Einar mætti til leiks í tilefni af starfsdegi skólanna í morgun. 


 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 15. október 2021

Safnahelgi á Suđurnesjum um helgina

Grunnskólafréttir / 14. október 2021

Vel heppnađar uppbyggingasmiđjur á miđstigi

Fréttir / 12. október 2021

Sjálfbćrar byggingar í Grindavík

Fréttir / 8. október 2021

Orlofshús VLFGRV um jól og áramót 2021

Fréttir / 7. október 2021

Geymslusvćđi viđ Eyjabakka

Grunnskólafréttir / 7. október 2021

Forvarnadagur forseta Íslands

Tónlistaskólafréttir / 5. október 2021

Er tónlistarnám áhugamál, tómstund eđa menntun?

Fréttir / 1. október 2021

Björgvin Páll međ erindi í Kvikunni

Fréttir / 21. september 2021

Starf slökkviliđsstjóra laust til umsóknar

Fréttir / 1. október 2021

Ari Eldjárn međ uppistand í Kvikunni

Nýjustu fréttir

Farandsirkus í Kvikunni

 • Fréttir
 • 16. október 2021

Opiđ sviđ á Fish House á laudagdaginn

 • Fréttir
 • 15. október 2021

Sögustund međ Alla í Kvikunni

 • Fréttir
 • 14. október 2021

Glćsilegar grímur 5.bekkinga

 • Grunnskólafréttir
 • 12. október 2021

Safnahelgi á Suđurnesjum 2021

 • Fréttir
 • 12. október 2021

Gestir Vestnorden heimsóttu Grindavík

 • Fréttir
 • 8. október 2021

Keli og strákarnir á Októberfest

 • Fréttir
 • 8. október 2021