Fundur 90

  • Skipulagsnefnd
  • 22. september 2021

90. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 20. september 2021 og hófst hann kl. 16:15.


Fundinn sátu:
Ólafur Már Guðmundsson, aðalmaður,Lilja Ósk Sigmarsdóttir, aðalmaður,
Björgvin Björgvinsson, aðalmaður, Sigurður Halldórsson, varamaður,
Unnar Á Magnússon, varamaður, Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs. 

Fundargerð ritaði:  Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Dagskrá:
1.      Hverfisskipulag Stíga- og Vallahverfis í Grindavík - 2106112
    Erla Bryndís Kristjánsdóttir og Einar Jónsson frá Verkís sáttu fundinn undir dagskrárliðnum. 

Tillaga að hverfisskipulagi í Stíga- og Vallahverfi lögð fram. Farið yfir tillöguna, forsendur hennar og umhverfismat. 

Skipulagsnefnd felur sviðsstjóra leggja skipulagsdrögin fram til almennrar kynningar fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum. 
         
2.      Breyting á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar: Gossvæði og sæstrengur - 2109096
    Skipulagstillagan hefur verið kynnt í samræmi við 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Skipulagsnefnd leggur til að eftirfarandi breyting verði gerð á skipulagstillögunni fyrir auglýsingu: 
- Gönguleið við gosstöðvarnar í Geldingadal sem í daglega er kölluð gönguleið B verður sett inn á skipulagstillöguna. 

Skipulagsnefnd samþykkir skipulagstillöguna með áorðnum breytingum og vísar henni til bæjarstjórnar til afgreiðslu í samræmi við 3.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
         
3.      Breytingar á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar við Golfvöll - lýsing verkefnis - 2108072
    Umsagnir við skipulagslýsingu vegna aðalskipulagsbreytingar við golfvöll lagðar fram til umfjöllunar. 

Í samræmi við bókun skipulagsnefndar á fundi nr. 89 þann 26.ágúst sl. þá verður aðalskipulagsbreyting vegna göngu- og hjólastígs við Nesveg og hreinsivirkis við Eyjabakka unnar með aðalskipulagsbreytingu við golfvöll. 

Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram. 
         
4.      Breyting á Aðalskipulagi Reykjanesbæjar og nýtt deiliskipulag vegna fiskeldis á Reykjanesi Ósk um umsögn - 2109092
    Reykjanesbær óskar eftir umsögn Grindavíkurbæjar á aðalskipulagsbreytingu Reykjanesbæjar og nýju deiliskipulagi vegna fiskeldis á Reykjanesi. 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við skipulags- og matslýsinguna en áskilur sér rétt til að koma með athugasemdir á síðari stigum gerist þess þörf. 

Skipulagsnefnd vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. 

         
5.      Aðalskipulag Reykjanesbæjar 2020-2035 vinnslutillaga til kynningar - 2109093
    Aðalskipulag Reykjanesbæjar 2020-2035 vinnslutillaga samkvæmt 30. gr. skipulagslaga lögð fram. 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við vinnslutillöguna en áskilur sér rétt til að koma með athugasemdir á síðari stigum gerist þess þörf. 

Skipulagsnefnd vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. 
         
6.      Breyting á deiliskipulagi hesthúsahverfis - Hópsheiði 11 og 13 - 2109091
    Tillaga að breyttu deiliskipulagi hesthúsahverfis fyrir lóðirnar Hópsheiði 11 og 13 lögð fram. Málsmeðferð deiliskipulagsbreytingar skal vera í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Eftirfarandi breytingar eru m.a lagðar til á deiliskipulaginu: 

- Lóðirnar Hópsheiði 11 og 13 eru sameinaðar í eina lóð undir heitinu Hópsheiði 11. 
- Fjöldi bílastæða var áður 4 á hvorri lóð en verður nú 8 á einni lóð. 
- Byggingarreitur er færður fram um 5 m og breikkar úr 10 í 14 m. 

Skipulagsnefnd felur sviðssstjóra að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhafa við Hópsheiði 9. 
         
7.      Leynisbrún 18 - Umsókn um byggingarleyfi - 2107033
    Grenndarkynning byggingarleyfisumsóknar við Leynisbrún 18, þar sem sótt er um að bæta við glugga á vesturhlið og leiðrétta skráningu á kjallar, er lokið án athugasemda. 

Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin. Í samræmi við 6 gr. samþykktar um skipulagsnefnd í Grindavík þá er um fullnaðarafgreiðslu að ræða. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu. 
         
8.      Búðir - Breyting á byggingarleyfi - 2109102
    Sótt er eftir breytingu á útgefnu byggingarleyfi fyrir Búðir í Þórkötlustaðarhverfi. Óskað er eftir að stækka bílageymslu um 1 m til austurs og 2 m til norðurs. 

Í skilmálum verndaráætlunar Þórkötlustaðarhverfis segir m.a.: 

- Áður en sveitarstjórn tekur ákvörðun um hvort veita skuli leyfi til framkvæmda skal leita álits Minjastofnunar. Byggingaráform verða síðan grenndarkynnt hagsmunaaðilum og þeim gefin tækifæri til að koma sjónarmiðum og athugasemdum á framfæri. Hagsmunaaðilar teljast vera íbúar innan Þórkötlustaðahverfis. 

Skipulagsnefnd samþykkir að sviðsstjóri leiti álits Minjastofnunar og grenndarkynni áformin fyrir íbúum Þórkötlustaðahverfis. 
         
9.      Umferðaröryggismál í Grindavík - 2103082
    Stefna Grindavíkurbæjar í umferðaröryggismálum lögð fram eftir umfjöllun í fastanefndum bæjarins. 

Sviðsstjóra falið að kynna stefnuna fyrir íbúum bæjarins á heimasíðu Grindavíkurbæjar. 
         
10.      Heft ferðafrelsi vélknúinna ökutækja - 2109098
    Áskorun send skipulagsnefnd og bæjarstjórn um að halda þeim útivistastígum sem fyrir eru opnum til að allir hafi jafnan rétt á að ferðast um land Grindavíkur. 

Lagt fram. 
         
11.      Afgreiðslunefnd byggingarmála - 53 - 2109010F 
    Fundargerð nr. 53 frá afgreiðslunefnd byggingarmála lögð fram.
         


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:05.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 27. júlí 2022

Fundur 1617

Afgreiđslunefnd byggingamála / 18. júlí 2022

Fundur 62

Skipulagsnefnd / 13. júlí 2022

Fundur 103

Bćjarráđ / 13. júlí 2022

Fundur 1616

Hafnarstjórn / 12. júlí 2022

Fundur 483

Bćjarráđ / 6. júlí 2022

Fundur 1615

Frćđslunefnd / 4. júlí 2022

Fundur 120

Frístunda- og menningarnefnd / 29. júní 2022

Fundur 116

Bćjarráđ / 29. júní 2022

Fundur 1614

Bćjarráđ / 24. júní 2022

Fundur 1613

Skipulagsnefnd / 24. júní 2022

Fundur 102

Afgreiđslunefnd byggingamála / 16. júní 2022

Fundur 61

Bćjarráđ / 15. júní 2022

Fundur 1612

Bćjarstjórn / 8. júní 2022

Fundur 529

Bćjarráđ / 25. maí 2022

Fundur 1611

Frćđslunefnd / 24. maí 2022

Fundur 119

Skipulagsnefnd / 24. maí 2022

Fundur 99

Afgreiđslunefnd byggingamála / 18. maí 2022

Fundur 60

Almannavarnir / 18. maí 2022

Fundur 74

Almannavarnir / 18. maí 2022

Fundur 73

Bćjarstjórn / 11. maí 2022

Fundur 528

Frístunda- og menningarnefnd / 11. maí 2022

Fundur 115

Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022

Fundur 115

Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022

Fundur 115

Bćjarráđ / 4. maí 2022

Fundur 1610

Skipulagsnefnd / 3. maí 2022

Fundur 101

Hafnarstjórn / 2. maí 2022

Fundur 482

Bćjarstjórn / 27. apríl 2022

Fundur 527

Skipulagsnefnd / 20. apríl 2022

Fundur 100

Bćjarráđ / 20. apríl 2022

Fundur 1609