55. fundur umhverfis- og ferðamálanefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, miðvikudaginn 15. september 2021 og hófst hann kl. 16:15.
Fundinn sátu:
Sigurveig Margrét Önundardóttir, aðalmaður,
Klara Bjarnadóttir, aðalmaður,
Teresa Björnsdóttir, aðalmaður,
Sigríður Etna Marinósdóttir, formaður,
Unnar Á Magnússon, aðalmaður.
Fundargerð ritaði: Kristín María Birgisdóttir, Upplýsinga- og markaðsfulltrúi.
Dagskrá:
1. Sjálfbært húsnæði í Grindavík - 2104029
Arkitektinn Davíð Ingi Bustion kom og kynnti meistaraverkefni sitt sem snýr að byggingu sjálfbærra húsa í Grindavík.
2. Sveitarfélögin og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna - 2106090
Farið yfir niðurstöður á lokafundi Suðurnesjavettvangs og verkefni kynnt sem þarf að forgangsraða.
3. Umferðaröryggismál í Grindavík - 2103082
Drög að stefnu Grindavíkurbæjar í umferðaröryggismálum lögð fram til umsagna fastanefnda í samræmi við bókun skipulagsnefndar þann 21.júní sl. Nefndin fagnar framtakinu og ábendingum verður komið á framfæri við sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15.