Fundur 1591

  • Bćjarráđ
  • 15. september 2021

1591. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 14. september 2021 og hófst hann kl. 16:00.
 

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Sigurður Óli Þórleifsson, varaformaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Páll Valur Björnsson, áheyrnarfulltrúi og Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður.

Einnig sátu fundinn:
Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1. Vefsíða Grindavíkurbæjar - 2101060
Upplýsinga- og markaðsfulltrúi sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Lögð fram drög að þarfagreiningu fyrir nýjan vef Grindavíkurbæjar.

Bæjarráð felur upplýsinga- og markaðsfulltrúa að gera verðkönnun við gerð á nýjum vef fyrir Grindavíkurbæ fyrir fjárhagsáætlun næsta árs.

2. Umsóknir um starfsstyrki á frístunda- og menningarsviði 2022 - 2106082
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Drög að samningum á frístunda- og menningarsviði lögð fram.

Bæjarráð felur sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs að vinna málið áfram.

3. Leigusamningur vegna heilsuræktarstöðvar - 2109061
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Farið yfir stöðu málsins.

4. Skipulags - og umhverfissvið: Verkefnastaða og starfsmannamál - 2109062
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Farið yfir verkefnastöðu sviðsins, framtíðarsýn í starfsmannamálum.

5. Brunamál og almannavarnir- beiðni um viðauka - 2109060
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2021 á málaflokk 07 Brunamál og almannavarnir, að fjárhæð 25.255.000 kr. skv. framlagðri sundurliðun. Lagt er til að viðaukinn verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.

6. Tæknideild - beiðni um viðauka - 2109063
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2021 á rekstrarliði 09521 Tæknideild, að fjárhæð 2.929.000 kr. skv. framlagðri sundurliðun. Lagt er til að viðaukinn verði fjármagnaður með lækkun á á liðnum 13031-2990, Átaksverkefni, önnur vörurkaup.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.

7. Eignfærð fjárfesting á árinu 2021 - beiðni um viðauka - 2109064
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Óskað er eftir viðauka á fjárfestingaáætlun ársins 2021 að fjárhæð 120.000 kr. sem skiptist svo: Viðbygging Hópsskóla kr. 100 milljónir og hönnun félagsaðstöðu eldri borgara kr. 20 milljónir. Lagt er til að fjármögnun þessa viðauka verði með lækkun á verkinu Gatnagerð í Hliðarhverfi um 70 milljónir kr. og Vatnsveitustofn frá Svartsendi um 50 milljónir kr.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.

8. Bílastæði - Ósk um stækkun stæða til móts við Hafnargötu 4-6 - 2109055
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Einn af lóðarhöfum við Hafnargötu 2,4 og 6 óskar eftir að fá að stækka bílastæði handan við Hafnargötu 2-4-6. Heimild fyrir þeim stæðum sem þegar eru þarna var veitt af skipulagsnefnd árið 2017.

Bæjarráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.

9. Slökkvilið Grindavíkur - ráðning slökkviliðsstjóra - 2109020
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Auglýsing á starfi slökkviliðsstjóra lögð fram.

Bæjarráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram.

10. Fjárhagsáætlun 2022-2025 - Grindavíkurbær og stofnanir - 2107043
Áætlun skatttekna fyrir árið 2022 lögð fram sem og fyrstu drög að launaáætlun 2022. Vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022 leggur bæjarráð fyrir sviðsstjóra og forstöðumenn að vöru- og þjónustukaup verði ekki meiri 2022 heldur en áætlun 2021 segir til um. Jafnframt er þess óskað að rýnt verði í hvern lið með það í huga að lækka kostnað.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Afgreiđslunefnd byggingamála / 29. september 2023

77.fundur

Bćjarstjórn / 26. september 2023

Fundur 543

Frístunda- og menningarnefnd / 20. september 2023

Fundur 128

Frístunda- og menningarnefnd / 6. september 2023

Fundur 127

Skipulagsnefnd / 18. september 2023

Fundur 125

Bćjarráđ / 12. september 2023

Fundur 1653

Skipulagsnefnd / 4. september 2023

Fundur 124

Bćjarráđ / 5. september 2023

Fundur 1652

Bćjarstjórn / 29. ágúst 2023

Fundur 542

Skipulagsnefnd / 21. ágúst 2023

Fundur 123

Afgreiđslunefnd byggingamála / 21. júlí 2023

Fundur 75

Afgreiđslunefnd byggingamála / 28. ágúst 2023

Fundur 76

Bćjarráđ / 22. ágúst 2023

Fundur 1651

Bćjarráđ / 11. júlí 2023

Fundur 1649

Bćjarráđ / 27. júní 2023

Fundur 1648

Afgreiđslunefnd byggingamála / 22. júní 2023

Fundur 74

Bćjarráđ / 20. júní 2023

Fundur 1647

Skipulagsnefnd / 19. júní 2023

Fundur 122

Frístunda- og menningarnefnd / 14. júní 2023

Fundur 126

Bćjarráđ / 13. júní 2023

Fundur 1646

Bćjarráđ / 6. júní 2023

Fundur 1645

Skipulagsnefnd / 5. júní 2023

Fundur 121

Skipulagsnefnd / 6. mars 2023

Fundur 116

Skipulagsnefnd / 15. maí 2023

Fundur 120

Bćjarstjórn / 30. maí 2023

Fundur 541

Bćjarráđ / 23. maí 2023

Fundur 1644

Bćjarráđ / 16. maí 2023

Fundur 1643

Frćđslunefnd / 4. maí 2023

Fundur 131

Hafnarstjórn / 8. maí 2023

Fundur 489

Bćjarráđ / 2. maí 2023

Fundur 1642