VHS krefst virđingar í Kvikunni á miđvikudaginn

  • Menningarfréttir
  • 13. september 2021

Uppistandshópurinn VHS sýnir VHS krefst virðingar í Kvikunni miðvikudaginn 15. september kl. 20:00. Sýningin var frumsýnd 3. september sl. í Tjarnarbíó er því um glænýtt grín að ræða. Hópurinn lofar geggjaðari kvöldstund, ótrúlegasta uppistandi Íslandssögunar myndu sum segja, sjón er sögu ríkari.

VHS hefur notið mikilla vinsælda undanfarin misseri og hafa iðulega komist færri að á sýningu en vilja. Hópurinn hefur haldið sýningar víða um land, gefið út sýningu á RÚV og haldið táknmálstúlkaða jólasýningu í beinu streymi.

Miðasala er hafin í Kvikunni og er miðaverð 1.000 kr. Athugið að sætaframboð er takmarkað og gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær!

Látið ekki happ úr hendi sleppa!

VHS eru: Vigdís Hafliðadóttir, Vilhelm Neto, Hákon Örn Helgason og Stefán Ingvar Vigfússon

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 28. nóvember 2023

Stuđningstorg fyrir Grindvíkinga

Fréttir / 27. nóvember 2023

Jólaađstođ félagasamtaka í Grindavík 2023

Fréttir / 24. nóvember 2023

Frekari rýmkun, flutningur stćrri hluta

Fréttir / 22. nóvember 2023

Til fasteignaeigenda í Grindavík

Fréttir / 20. nóvember 2023

Skólastarf hefst á ný 

Fréttir / 18. nóvember 2023

Tvíhöfđi í Smáranum