Matráđur óskast

  • Lautarfréttir
  • 10. september 2021

Laust er til umsóknar starf matráðs við leikskólann Laut frá og með 1.des 2021.  Um er að ræða a.m.k. 75 % starf.  

Leikskólinn er fjögurra deilda leikskóli fyrir börn frá 18 mánaða - 6 ára. Við erum ,,Skóli á grænni grein" og vinnum eftir Uppbyggingarstefnunni - Uppeldi til ábyrgðar.
Gleði , hlýja og virðing eru einkunnarorð skólans.
Nánari upplýsingar um leikskólann er að finna á heimasíðu hans.

Helstu verkefni:

Ber ábyrgð á matseld, innkaupum, stjórnun, skipulagningu og framkvæmd starfsins í eldhúsinu.

Sér um innkaup og pantanir á mat og öðrum aðföngum

Umsjón með kaffistofu og þvottahúsi

Frágangur og þrif auk annarra tilfallandi verkefna

Hæfniskröfur:

Þekking og meðvitund um næringargildi og hollustu í matargerð

Þekking og meðvitund um bráðaofnæmi og ofnæmi/fæðuóþol almennt

Hreinlæti og snyrtimennska

Frumkvæði, sveigjanleiki og samstarfsvilji

Lipurð og færni í samskiptum

Menntun á svið matreiðslu og reynslu af sambærilegu starfi kostur.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Fríða Egilsdóttir leikskólastóri í síma 420-1160. Umsóknarfrestur er til 30.sep 2021 og eru umsækjendur beðnir um að senda umsóknir á netfangið frida@grindavik.is

Í samræmi við jafnréttisstefnu Grindvíkurbæjar hvetur sveitarfélagið einstaklinga af öllum kynjum til að sækja um. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskara sveitarfélaga.

 


Deildu ţessari frétt