Fundur 89

  • Skipulagsnefnd
  • 27. ágúst 2021

89. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, fimmtudaginn 26. ágúst 2021 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:
Guðmundur L. Pálsson, formaður, Ólafur Már Guðmundsson, aðalmaður,
Lilja Ósk Sigmarsdóttir, aðalmaður, Björgvin Björgvinsson, aðalmaður,
Unnar Á Magnússon, varamaður, Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs. 

Fundargerð ritaði:  Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Dagskrá:

1.      Breytingar á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar - aðgengi og þjónusta vegna Eldsumbrota við Fagradalfjall - 2108068
    Anna Bragadóttir og Ásgeir Jónsson frá verkfræðistofunni Eflu sátu fundinn í gegnum fjarfundarbúnað. 

Tillaga að aðalskipulagsbreytingu vegna stíga og vega vegna eldsumbrota við Fagradalsfjall, landtöku ljósleiðara í Hraunsvík, göngu- og hjólastígs með Nesveg vestan við Grindavík og hreinsvirkis við Eyjabakka lögð fram til umfjöllunar. Kynning og samráð um skipulagslýsingu aðalskipulagsbreytingarinnar fór fram á tímabilinu 1.júní til 21.júní 2021 í samræmi við 1. mgr.30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Skipulagsnefnd samþykkir að gera eftirfarandi breytingar á aðalskipulagstillögunni áður en tillagan verður kynnt í samræmi við 2.mgr. 30 gr. skipulagslaga nr.123/2010: 

- Sú tillaga sem snýr að aðalskipulagsbreytingu vegna göngu- og hjólastígs við Nesveg og Hreinsivirkis við Eyjabakka verða teknar út úr þessari aðalskipulagsbreytingu og unnar með aðalskipulagsbreytingu við golfvöll. 

Skipulagsnefnd samþykkir að aðalskipulagstillagan, með áorðunum breytingum, verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

         
2.      Breytingar á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar við Golfvöll - lýsing verkefnis - 2108072
    Skipulagslýsing á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar lögð fram, sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin varðar stækkun á íþróttasvæði við golfvöll, svæði skilgreint sem ÍÞ2 á aðalskipulagi. 

Skipulagsnefnd samþykkir skipulagslýsinguna og að um hana verði haft samráð og hún kynnt í samræmi við 1. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Erindinu er vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu. 
         

3.      Deiliskipulagsbreyting - Orkuvinnslusvæði á Reykjanesi - 2012024
    Vinnslutillaga deiliskipulagsbreytingar fyrir orkuvinnslusvæðið á Reykjanesi var kynnt umsagnaraðilum í sumar. Umsagnir þeirra og tillögur að viðbrögðum lögð fram til umræðu og umfjöllunar. 

Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram. 
         
4.      Efahóp 25: Fyrirspurn um deiliskipulagsbreytingu - 2108046
    Fyrirspurn um deiliskipulagsbreytingu við Efrahóp 25 lögð fram. Fyrirspurn varða það að fá að breyta nýtingu lóðarinnar þannig að heimild fáist til að byggja parhús á einni hæð í stað einbýlishús á tveimur hæðum. 

Skipulagsnefnd hafnar erindinu.
         
5.      Deiliskipulagsbreyting í Laut - 2106115
    Nokkrar tillögur að skipulagi íbúabyggðar á óbyggðu svæði við Laut lagðar fram til umræðu. 

Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram. 
         
6.      Hópsvegur 1 - breyting á deiliskipulagi - 2108077
    Tillaga að breytingu deiliskipulags við Hópsveg 1 lögð fram til umfjöllunar. 

Málinu er frestað. 
         
7.      Útivistarstígar í landi Hrauns- krafa um bætur - 2108040
    Kröfubréf sem barst frá Lex lögmannsstofu f.h. landeigendafélagsins við Hraun til Grindavíkurbæjar lagt fram til kynningar. 
         
8.      Brautarholt - Umsókn um byggingarleyfi - 2105101
    Grenndarkynningu er lokið án athugasemda vegna umsóknar um breytta notkun fyrir Brautarholt í Þórkötlustaðarhverfi. Samþykki landeiganda liggur fyrir. 

Skipulagsnefnd samþykkir umsókn um breytta notkun fyrir Brautarholt í Þórkötlustaðahverfi. Skráningu verður breytt af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu. 

Björgvin Björgvinsson yfirgaf fundinn eftir þennan dagskrárlið. 
         
9.      Leynisbrún 18 - Umsókn um byggingarleyfi - 2107033
    Sótt er um byggingarleyfi fyrir Leynisbrún 18. Sótt er um að bæta við glugga á vesturhlið og skráning á kjallara leiðrétt. 

Lóðin er á ódeiliskipulögðu svæði. Samkvæmt 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og gr. 5.9.12 skipulagsreglugerðar skal fara fram grenndarkynning á byggingaráformunum á ódeiliskipulögðum svæðum. 

Skipulagsnefnd felur sviðsstjóra að grenndarkynna byggingaráformin fyrir lóðarhafa við Leynisbrún 17.
         
10.      Ósk um framkvæmdaleyfi vegna reiðvegs - 2108085
    Hestamannafélagið Brimfaxi óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir 600 metra löngum reiðvegi. Vegurinn liggur frá núverandi reiðvegi á gamla sauðfjárgirðingarstæðinu norðan megin frá austur að landamerkjum Þórkötlustaða og Hrauns. 

Framkvæmdin er í samræmi við gildandi aðalskipulag og telst ekki til meiriháttar framkvæmda í skilningi reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi. Framkvæmdin fellur í flokk C í 1. viðauka 1. mgr. 6. gr. laga nr. 106/200 um mat á umhverfisáhrifum og er þar af leiðandi ekki háð mati á umhverfisáhrifum. 

Skipulagsnefnd heimilar skipulagsfulltrúa í samræmi við 55. gr. bæjarmálasamþykktar, að gefa út framkvæmdaleyfi að uppfylltum öllum skilyrðum laga og reglna. 
         
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00.

  


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Hafnarstjórn / 10. janúar 2022

Fundur 480

Hafnarstjórn / 24. nóvember 2021

Fundur 479

Hafnarstjórn / 30. ágúst 2021

Fundur 478

Bćjarráđ / 11. janúar 2022

Fundur 1601

Skipulagsnefnd / 10. janúar 2022

Fundur 94

Afgreiđslunefnd byggingamála / 6. janúar 2022

Fundur 56

Afgreiđslunefnd byggingamála / 16. desember 2021

Fundur 55

Bćjarstjórn / 21. desember 2021

Fundur 523

Skipulagsnefnd / 16. desember 2021

Fundur 93

Frístunda- og menningarnefnd / 8. desember 2021

Fundur 110

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 8. desember 2021

Fundur 56

Öldungaráđ / 23. nóvember 2021

Fundur 11

Öldungaráđ / 27. janúar 2021

Fundur 8

Bćjarstjórn / 30. nóvember 2021

Fundur 522

Skipulagsnefnd / 22. nóvember 2021

Fundur 92

Bćjarráđ / 23. nóvember 2021

Fundur 1599

Bćjarráđ / 16. nóvember 2021

Fundur 1598

Bćjarráđ / 2. nóvember 2021

Fundur 1596

Bćjarráđ / 9. nóvember 2021

Fundur 1597

Frístunda- og menningarnefnd / 8. nóvember 2021

Fundur 109

Bćjarstjórn / 26. október 2021

Fundur 521

Skipulagsnefnd / 21. október 2021

Fundur 91

Frístunda- og menningarnefnd / 6. október 2021

Fundur 108

Afgreiđslunefnd byggingamála / 14. október 2021

Fundur 54

Bćjarráđ / 19. október 2021

Fundur 1595

Bćjarráđ / 5. október 2021

Fundur 1593

Bćjarstjórn / 28. september 2021

Fundur 520

Bćjarráđ / 21. september 2021

Fundur 1592

Skipulagsnefnd / 20. september 2021

Fundur 90

Afgreiđslunefnd byggingamála / 15. september 2021

Fundur 53