Grindvíkingar einna ánćgđastir međ sína búsetu

  • Fréttir
  • 17. ágúst 2021

Íbúar Grindavíkur eru með þeim ánægðustu á landinu samkvæmt nýbirtri rannsókn Byggðastofnunar. Í rannsókninni var m.a. kannað viðhorf íbúa á höfuðborgarsvæðinu og í stærri bæjarfélögum á landsbyggðinni til búsetu. 

Í skýrslunni kemur fram að ánægja virðist vera mest meðal íbúa Þorlákshafnar, Grindavíkur, Hveragerðis og Akraness en í Reykjavík austan Elliðaár, í Vogum og Borgarnesi er hlutfall þeirra sem segjast mjög ánægðir með búsetu sína talsvert lægra, eða undir 40%. 

Grindavík er í öðru sæti á eftir Þorlákshöfn þegar kemur að ánægju með búsetu eftir bæjarfélagi en 60% íbúa eru mjög ánægðir með búsetuna og 34% eru frekar ánægðir. Eftirtektarvert er að nánast enginn er mjög óánægður eða frekar óánægður í Grindavík. 

Í Þorlákshöfn og Grindavík er einnig hæsta hlutfall þeirra sem segja að lífsskilyrði hafi batnað á seinustu árum. Þegar spurt var hvort íbúar teldu að lífsskilyrðin myndu batna eða versna á næstu árum er Grindavík í öðru sæti á eftir Þorlákshöfn en 13% telja að þau muni batna mikið og 57% að þau muni batna nokkuð.


 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 16. janúar 2022

Leikskólinn Laut opnar aftur í fyrramáliđ

Fréttir / 15. janúar 2022

Skilabođ frá heilsugćslu HSS

Fréttir / 5. janúar 2022

Styrktarsjóđur opnađur

Fréttir / 5. janúar 2022

Slćm veđurspá. Pössum lausamuni

Fréttir / 4. janúar 2022

Mest lesnu fréttir ársins 2021