Sumarlestri lokiđ

  • Bókasafnsfréttir
  • 16. ágúst 2021

Þá er sumarlestrinum lokið þetta árið og var þátttakan fram úr okkar björtustu vonum, annað árið í röð!
128 börn tóku þátt og lásu þau 1.725 bækur á þessum 54 dögum sem sumarlesturinn stóð yfir, sem gera 32 bækur á dag.
Það er vel að verki staðið.

Eldfjallið okkar á safninu óx á hverjum degi og vakti mikla athygli og lukku hjá lánþegum í sumar. 

Við þökkum fyrir þátttökuna og förum sátt og sæl inn í haust- og vetrardagskránna sem verður kynnt betur í byrjun september.

 

 


Deildu ţessari frétt