Auglýst eftir starfsfólki í íţróttamannvirki

 • Fréttir
 • 22. júlí 2021

Íþróttamannvirkin er tilvalinn starfsvettvangur fyrir fólk sem vill vinna í fjörugu og skemmtilegu umhverfi. Starfið er fyrir þá sem hafa ánægju af því að umgangast börn og unglinga og þjónusta viðskiptavini á öllum aldri.
Íþróttamannvirki Grindavíkurbæjar eru tveir íþróttasalir, sundlaug, fótboltavellir, hópið, Gym heilsa og aðstaða fyrir dans, pílu, júdó og taekwondo ásamt samkomu og fundaraðstöðinni Gjánni.

Í boði eru tvær 50% stöður fyrir kvennmenn. Vinnutíminn er önnur hver vika 14:00-22:00 á virkum dögum. Annað starfið er tímabundið til 1. júní 2022.

Umsóknarfrestur er til og með 8. ágúst
Viðkomandi þarf að geta hafið störf 15. ágúst eða 1. september.  

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Stuðla að því að gestir íþróttamannvirkjanna finni fyrir öryggi og ánægju með þjónustuna.
 • Hjálpa börnum að upplifa sig velkominn og örugg í íþróttamannvirkjunum.
 • Klefavarsla
 • Framfylgja öryggis- og umgengnisreglum.
 • Þrif og minniháttar viðgerðir og viðhald.
 • Aðstoða gesti eftir þörfum.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • 20 ára eða eldri
 • Góð almenn menntun og reynsla sem nýtist í starfi 
 • Jákvætt viðhorf,góð  þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum 
 • Reynsla og ánægja að vinna með börnum og unglingum
 • Stundvísi 
 • Almenn tæknikunnátta æskileg
 • Reynsla af öryggismálum sundstaða kostur
 • Þátttaka á námskeiði í skyndihjálp og björgun úr laug ásamt því að standast hæfnispróf laugarvarða sbr. reglugerð fyrir sundstaði 
 • Hreint sakavottorð 
 • Laun eru samkvæmt kjarasamningi sambands íslenskra sveitarfélaga og starfsmannafélags Suðurnesja.

Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá og stutt greinagerð um ástæður þess að viðkomandi vill starfa í íþróttamannvirkjum Grindavíkurbæjar.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Jóhann Árni Ólafsson forstöðumaður Íþróttamannvirkja Grindavíkurbæjar
joi@grindavik.is


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 24. september 2021

Kosiđ í Grunnskóla Grindavíkur

Fréttir / 24. september 2021

Kosningagleđi xD á Vörinni í kvöld

Fréttir / 22. september 2021

Starfsmađur í Skólasel

Fréttir / 21. september 2021

Starf slökkviliđsstjóra laust til umsóknar

Fréttir / 20. september 2021

Úrslit í happadrćtti Knattspyrnudeildar UMFG

Fréttir / 17. september 2021

Starf félagsráđgjafa laust til umsóknar

Fréttir / 13. september 2021

Kynning á ađalskipulagsbreytingu

Fréttir / 10. september 2021

Matráđur óskast í leikskólann Laut

Fréttir / 9. september 2021

Domy kultury w Grindavíku Jesień 2021

Fréttir / 9. september 2021

Alţjóđleg gifting viđ Brimketil

Fréttir / 8. september 2021

Otti kjörinn formađur Landsbjargar

Fréttir / 8. september 2021

Miđasala á VHS krefst virđingar í Kvikunni

Nýjustu fréttir

Pálmar trúbador á Fish House annađ kvöld

 • Fréttir
 • 24. september 2021

Hluta Hópsbrautar lokađ tímabundiđ

 • Fréttir
 • 24. september 2021

Sjálfstćđisflokkurinn býđur í súpu

 • Fréttir
 • 22. september 2021

Á fiskmarkađi í útikennslu

 • Grunnskólafréttir
 • 20. september 2021

Nýja skolpdćlustöđin

 • Höfnin
 • 18. september 2021