Ráđherra stađfestir örnefniđ Fagradalshraun

  • Fréttir
  • 20. júlí 2021

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur með erindi dagsettu 2. júlí sl. staðfest ákvörðun bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar um að það hraun sem nú rennur við Fagradalsfjall verði nefnt Fagradalshraun

Forliðurinn vísar til Fagradalsfjalls sem dregur nafn sitt af dal, vestan í fjallinu. Fagradalsfjall var og er eitt þekktasta örnefnið í nágrenni hraunsins. Þá vísar forliðurinn einnig til Fagradalsfjallskerfisins, eins af nokkrum eldstöðvakerfum á Reykjanesskaga en hraunið rennur úr Fagradalsfjallskerfinu.

Grindavíkurbær óskaði í lok mars eftir tillögum frá almenningi að heitum á ný náttúrufyrirbæri innan sveitarfélagsins. Alls bárust 339 hugmyndir að heiti á hraunið. Bæjarstjórn samþykkti örnefnið Fagradalshraun á fundi sínum þann 25. maí og vísaði örnefninu til staðfestingar mennta- og menningarmálaráðherra með vísan til laga nr. 22/2015.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!