Fundur 54

  • Umhverfis- og ferđamálanefnd
  • 8. júlí 2021

54. fundur umhverfis- og ferðamálanefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, miðvikudaginn 7. júlí 2021 og hófst hann kl. 16:15.


Fundinn sátu:
Klara Bjarnadóttir, aðalmaður,
Teresa Björnsdóttir, aðalmaður,
Sigríður Etna Marinósdóttir, formaður,
Ásta Agnes Jóhannesdóttir, varamaður. 

Fulltrúi Framsóknarflokks boðaði forföll. 

Fundargerð ritaði:  Kristín María Birgisdóttir, upplýsinga- og markaðsfulltrúi.

Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að fá að taka mál númer 2106053 á dagskrá með afbrigðum. Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1.      Grænir iðngarðar á Suðurnesjum - 2106116
    Farið yfir niðurstöður Suðurnesjavettvangs. Skýrsla um grænan iðngarð á Suðurnesjum lögð fram til kynningar. 
         
2.      Kynning fyrir appið VoffaLand - 2106126
    Kynning á nýju appi, VoffaLand, sem inniheldur kort fyrir lausagöngusvæði og gerði fyrir hunda á Íslandi. Óskað er eftir að Grindavíkurbær taki þátt í árlegum kostnaði við appið sem nemur 100 þúsund krónum. Nefndin telur verkefnið metnaðarfullt en of kostnaðarsamt fyrir sveitarfélagið að taka þátt í. 
         
3.      Verkfærakista sveitarfélaga í loftslagsmálum - 2106123
    Sveitarfélög á Íslandi vinna að því að rýna í verkfærakistu sveitarfélaga í loftlagsmálum. Nefndin styður það að Grindavíkurbær vinni með Suðurnesjabæ í þeirri rýnivinnu. Sveitarfélögin vinna nú þegar saman að innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í gegnum verkefnið Suðurnesjavettvang. 
         
4.      Fjölgun sorptunna - 2103040
    Skrá yfir sorptunnur við gönguleiðir og göngustíga í Grindavík lögð fram. Nefndin leggur til að settar verði upp tunnur á nýjum göngustíg út á golfvöll og við undirgöngin við Víkurbraut. Nefndin felur upplýsinga- og markaðsfulltrúa að útbúa kort með öllum tunnum innan þéttbýlis og setja á kortavef bæjarins. 
         
5.      Hundagerði - Svæði innan Grindavíkurbæjar - 2106053
    Farið yfir stöðuna á væntanlegu hundagerði og hugmyndum að fýsilegum umsjónaraðilum með svæðinu. Nefndin leggur til að auglýst verði eftir áhugasömum aðilum, inni á heimasíðu bæjarins, til að hafa umsjón með svæðinu. 
         
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 27. júlí 2022

Fundur 1617

Afgreiđslunefnd byggingamála / 18. júlí 2022

Fundur 62

Skipulagsnefnd / 13. júlí 2022

Fundur 103

Bćjarráđ / 13. júlí 2022

Fundur 1616

Hafnarstjórn / 12. júlí 2022

Fundur 483

Bćjarráđ / 6. júlí 2022

Fundur 1615

Frćđslunefnd / 4. júlí 2022

Fundur 120

Frístunda- og menningarnefnd / 29. júní 2022

Fundur 116

Bćjarráđ / 29. júní 2022

Fundur 1614

Bćjarráđ / 24. júní 2022

Fundur 1613

Skipulagsnefnd / 24. júní 2022

Fundur 102

Afgreiđslunefnd byggingamála / 16. júní 2022

Fundur 61

Bćjarráđ / 15. júní 2022

Fundur 1612

Bćjarstjórn / 8. júní 2022

Fundur 529

Bćjarráđ / 25. maí 2022

Fundur 1611

Frćđslunefnd / 24. maí 2022

Fundur 119

Skipulagsnefnd / 24. maí 2022

Fundur 99

Afgreiđslunefnd byggingamála / 18. maí 2022

Fundur 60

Almannavarnir / 18. maí 2022

Fundur 74

Almannavarnir / 18. maí 2022

Fundur 73

Bćjarstjórn / 11. maí 2022

Fundur 528

Frístunda- og menningarnefnd / 11. maí 2022

Fundur 115

Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022

Fundur 115

Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022

Fundur 115

Bćjarráđ / 4. maí 2022

Fundur 1610

Skipulagsnefnd / 3. maí 2022

Fundur 101

Hafnarstjórn / 2. maí 2022

Fundur 482

Bćjarstjórn / 27. apríl 2022

Fundur 527

Skipulagsnefnd / 20. apríl 2022

Fundur 100

Bćjarráđ / 20. apríl 2022

Fundur 1609