Björgunarsveitin Ţorbjörn hlýtur Verndarvćnginn fyrst allra

  • Fréttir
  • 6. júlí 2021

Icelandair hefur veit í fyrsta sinn, svokallaðan Verndarvæng, til Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík. Viðurkenningin verður framvegis veitt árlega fyrir eftirtektarvert starf björgunarsveitar. Viðurkenninguna fær Þorbjörn í Grindavík fyrir öflugt og mikilvægt starf við gosstöðvarnar frá því eldgos hófst í Geldingadölum 19. mars sl. 

Á sama tíma og Verndarvængurinn var veittur skrifuðu Icelandair Group og Slysavarnafélagið Landsbjörg undir áframhaldandi samstarfssamning til næstu fimm ára en félagið hefur frá árinu 2014 verið einn af aðalstyrktaraðilum Landsbjargar. Samningurinn var undirritaður við einn vinsælasta ferðamannastað landsins um þessar mundir, gosstöðvarnar í Geldingadölum.

Við óskum Björgunarsveitinni Þorbirni innilega til hamingju með þessa verðskulduðu viðurkenningu. 

Á myndinni tekur Bogi Adolfsson formaður Þorbjarnar við Verndarvængnum frá forstjóra Icelandair, Boga Nils Bogasyni. 

Mynd og umfjöllun: Slysavarnadeildin Þórkatla


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Tónlistaskólafréttir / 14. júlí 2021

Tónlistarskóli Grindavíkur á N4

Fréttir / 8. júlí 2021

Hvolpasveitin í Grindavík

Fréttir / 6. júlí 2021

Gamli bćrinn og sveitin í Grindavík

Fréttir / 23. júní 2021

Ađstođarmatráđur óskast í 50% stöđu

Fréttir / 1. júlí 2021

Vel heppnađar smiđjur í Kvikunni

Fréttir / 1. júlí 2021

Hekla Eik besti ungi leikmađurinn

Fréttir / 25. júní 2021

Klara Bjarnadóttir nýr formađur UMFG