Fasteignagjöld í Grindavík ţau lćgstu á suđvesturhorninu

  • Fréttir
  • 1. júlí 2021

Byggðastofnun hefur nú gefið út árlega skýrslu þar sem borin eru saman fasteignagjöld heimila í landinu. Í skýrslunni kemur fram samanburður á fasteignamati og fasteignagjöldum. Undir fasteignagjöld falla:

  • Fasteignaskattur
  • Lóðarleiga 
  • Fráveitugjald
  • Vatnsgjald
  • Sorpgjald

Alls er 96 matssvæði sem eru innan 50 sveitarfélaga, tekin fyrir í skýrslunni. Í mörg ár hafa fasteignagjöld í Grindavík verið ein þau hagstæðustu á landinu. Ef skoðað er suðvesturhorn landsins kemur í ljós að Grindavík er með hagstæðustu gjöldin. Þar sem matsvæðin eru mörg og sveitarfélög einnig tókum við saman þéttbýlasta kjarna landsins og þá kemur í ljóst neðangreind staða, Grindavík er með lægstu gjöldin á suðvesturhorninu af öllum þeim sveitarfélögum sem þar eru. Vert er að benda á að tvö svæði innan Reykjavíkur og Mosfellsbæjar voru hagstæðari en Grindavík í heild, annars vegar Leirvogstunga og hins vegar Grundarhverfi.

Hægt er að fara inn á mælaborð fyrir fasteignagjöld heimila í landinu og setja sér forsendur hér. 

Á landsvísu lenti Grindavíkurbær í 21. sæti af 96 þegar kemur að fasteignagjöldum talið neðan frá, frá hagstæðasta til dýrasta. Fasteignagjöld viðmiðunareignar í Grindavík er því 315,846 kr en á Seltjarnarnesi eru þau rúmlega 489 þúsund. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir