72. fundur Almannavarnarnefndar Grindavíkur haldinn Seljabót 10, fimmtudaginn 24. júní 2021 og hófst hann kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Fannar Jónasson, bæjarstjóri, Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Jón Valgeir Guðmundsson, aðalmaður, Sigurður Bergmann, aðalmaður og Guðjón Örn Sig-tryggsson, aðalmaður.
Fundargerð ritaði: Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.
Gestir á fundi:
Ásmundur Rúnar Gylfason, lögreglan á Suðurnesjum. Bogi Adolfsson, björgunarsveitin Þor-björn. Friðjón Viðar Einarsson, almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra. Fróði Jónsson, slökkvilið Grindavíkur. Gunnar Schram, lögreglan á Suðurnesjum.
Dagskrá:
1. Starfshópur um vernd mikilvægra innviða - 2104015
Rætt um varnir innviða gagnvart hraunrennsli frá eldgosinu í Fagradalsfjalli. Ari Guðmundsson frá Verkís mætti á fundinn undir dagskrárliðnum og kynnti stöðuna.
2. Samstarf við viðbragðsaðila aðliggjandi sveitarfélaga vegna eldgos í Fagra-dalsfjalli - 2106133
Farið yfir hvernig samstarfi við viðbragðsaðila nærliggjandi sveitarfélaga vegna eld-goss í Fagradalsfjalli gæti verið háttaði komi til þess að Suðurstrandavegur fari í sundur vegna hraunrennslis.
Rætt um viðbúnað slökkviliðs, lögreglu, sjúkrabíla og björgunarsveita. Viðbragðs-aðilar eru að ræða þessi mál milli umdæma og starfstöðva.
3. Viðbragðsáætlun almannavarna fyrir Grindavíkurbæ - 2106132
Friðjón Viðar Einarsson frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra mætti á fundinn til að fara yfir viðbragðsáætlun almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra fyrir Reykjanesið og Grindavíkurbæ. Ein áætlun er gerð fyrir Reykjanesið í heild sinni en hvert sveitarfélag er svo með sinn kálf í áætluninni m.v. staðhætti.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10.