10. Fundur í öldungaráði Grindavíkurbæjar, haldinn í bæjarstjórnarsal föstudaginn 18. júní 2021, kl 16.00.
Fundinn sátu: Sigurður Ágústsson, formaður, Sæmundur Halldórsson, Fanný Laustsen, Margrét Gísladóttir varamaður, Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir, Friðrik Björnsson, Helgi Einarsson og Ágústa Gísladóttir
Fundargerð ritaði: Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir
1. Félagsaðstaða eldri borgara – hönnun og undirbúningur
Atli Geir Júlíusson sviðstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti fyrir fundarmönnum teikningar af félagsaðstöðunni og svaraði spurningum þeim tengdum.
Ályktun
Öldungaráð lýsir yfir ánægju sinni yfir framgangi þessa máls og þakkar fyrir samráð og samstöðu sem einkennt hefur vinnu við hönnun félagsaðstöðu eldri borgara. Öldungaráð vill brýna fyrir hönnuðum og bæjaryfirvöldum að farið verði eftir 4. gr reglugerðar um dagdvöl aldraðra þar sem fram kemur sú þjónusta sem á að vera og skylt er að veita í slíkri starfsemi.
Öldungaráð vill beina til bæjaryfirvalda mikilvægi þess að komið sé upp aðstöðu fyrir eldri borgara þar sem hægt er að stunda tómstundir sem ekki er hægt að hafa inn í félagsaðstöðu sem þessari og er þá verið að vísa í hverskyns smíða og vélavinnu samanber „Karlar í skúr“ í Hafnarfirði og víðar.
2. Önnur mál
Ekki fleira gert. Fundi slitið kl 17.50