17. júní 2021 í Grindavík

 • Menningarfréttir
 • 16. júní 2021

Hæ, hó, jibbí, jei! Grindavíkurbær býður íbúum til veislu í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga. Hátíðarhöld í ár munu að mestu fara fram á Grindavíkurvelli og í Kvikunni. Á Grindavíkurvelli gefst börnum kostur á að taka þátt í skemmtilegu hlaupi umhverfis fótboltavöllinn þar sem komið verður fyrir einfaldri þrautabraut. Allir þáttakendur fá þáttökuverðlaun við komuna í mark. Í framhaldi af hlaupinu mun flugvél fljúga yfir æfingarsvæðið við Hópið og láta karamellum rigna. 

Að lokinni dagskránni á Grindavíkurvelli færist þungi hátíðarhaldanna í Kvikuna þar sem börnin geta hoppað í hoppuköstulum, farið á hestbak og séð sirkuslistamenn leika listir sínar. Þá verður boðið upp á kaffiveitingar í tilefni dagsins. 

Ávarp fjallkonu verður rafrænt í ár og gert aðgengilegt á grindavik.is að morgni þjóðhátíðardagsins. 

Dagskrá 17. júní 2021

8:00 Fánar dregnir að húni

10:00 Hátíðarguðsþjónusta í Grindavíkurkirkju

 • Hólmfríður Árnadóttir skólastjóri í Sandgerði flytur hátíðarræðu
 • Kór Grindavíkurkirkju leiðir sönginn undir stjórn Erlu Rutar Káradóttur organista
 • Sr. Elínborg Gísladóttir þjónar fyrir altari
 • Kaffiveitingar eftir messu

13:00 17. júní hlaup og karamelluregn á Grindavíkurvelli fyrir 12 ára og yngri

14:00-16:00 Hátíðaropnun í Kvikunni

 • Hoppukastalar fyrir börnin
 • Sirkus Íslands verður á svæðinu
 • Börnum boðið á hestbak milli 14:30 og 16:30
 • Húllahringir og krítar í Húllinu
 • Ljósmyndasýning Baldurs Þorvaldssonar
 • Kaffiveitingar í boði í tilefni dagsins
 • Sýningin Saltfiskur í sögu þjóðar opin á efri hæðinni

Ávarpi fjallkonu verður streymt á grindavik.is.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 28. september 2023

Hjáleiđ vegna viđgerđar á Víkurbraut

Fréttir / 27. september 2023

Upptaka af bćjarstjórnarfundi

Fréttir / 25. september 2023

Heilaheilsa í Kvikunni

Fréttir / 22. september 2023

Fjársjóđsleit Ţrumunnar 2023

Fréttir / 22. september 2023

Opin ćfing Grindavíkurdćtra

Fréttir / 21. september 2023

Laugardagsfundir xD aftur á dagskrá

Fréttir / 7. september 2023

Bingó framundan í Víđihlíđ

Fréttir / 15. september 2023

Lausar stöđur viđ Heilsuleikskólann Krók

Fréttir / 15. september 2023

Viltu vera međ í slökkviliđinu?

Fréttir / 15. september 2023

Sundlaugin lokuđ á mánudag frá 8:00-14:00

Fréttir / 14. september 2023

Hvernig á ađ halda upp á 50 ára afmćli?