Pínu litla gula hćnan til Grindavíkur í ágúst

  • Menningarfréttir
  • 8. júní 2021

Leikhópurinn Lotta kemur í heimsókn til Grindavíkur þriðjudaginn 17. ágúst kl. 17:00 (ekki 10. júní eins og áður hafði verið auglýst) með ævintýralegt skemmtiatriði fyrir alla fjölskylduna. Áhorfendur geta notið sýningarinnar að kostnaðarlausu.

Það verður aðeins annar bragur á Lottu í sumar, sökum Covid gátu þau ekki búið til glænýjan íslenskan söngleik í fullri lengd líkt og vanalega, þau hafa þó ekki setið auðum höndum og koma nú til okkar með frábæra söngvasyrpu stútfulla af sprelli og fjöri fyrir allan aldur.

Í sumar ferðast Leikhópurinn Lotta um landið með skemmtilegt atriði unnið uppúr Litlu gulu hænunni sem þau sýndu árið 2015. Fjórir þekktir Lottu leikarar mæta á svæðið með frábært 25 mínútna skemmtiatriði prýtt fallegum boðskap, frábærum húmor að hætti Lottu og góðum lögum. Sjáumst vonandi sem flest á Pínulitlu gulu hænunni.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 28. september 2023

Hjáleiđ vegna viđgerđar á Víkurbraut

Fréttir / 27. september 2023

Upptaka af bćjarstjórnarfundi

Fréttir / 25. september 2023

Heilaheilsa í Kvikunni

Fréttir / 22. september 2023

Fjársjóđsleit Ţrumunnar 2023

Fréttir / 22. september 2023

Opin ćfing Grindavíkurdćtra

Fréttir / 21. september 2023

Laugardagsfundir xD aftur á dagskrá

Fréttir / 7. september 2023

Bingó framundan í Víđihlíđ

Fréttir / 15. september 2023

Lausar stöđur viđ Heilsuleikskólann Krók

Fréttir / 15. september 2023

Viltu vera međ í slökkviliđinu?

Fréttir / 15. september 2023

Sundlaugin lokuđ á mánudag frá 8:00-14:00

Fréttir / 14. september 2023

Hvernig á ađ halda upp á 50 ára afmćli?