Tónlistarskólinn í Grindavík augýsir eftirfarandi stöđu lausa

  • Tónlistaskólafréttir
  • 8. júní 2021

Tónlistarskólinn í Grindavík er nýlegur skóli byggður og hannaður sem tónlistarskóli, skólinn er vel útbúinn og starfsaðstaða öll til fyrirmyndar. Skólinn er ásamt bókasafni viðbygging við grunnskóla staðarins og innangengt á milli sem gerir það að verkum að auðvelt er að hefja skóladaginn strax að morgni. Tónlistarskólinn í Grindavík sér um forskólakennslu í 1. – 3. bekk grunnskólans, hljóðfærakennslu í 4. bekk og býður upp á valgreinar í 7. – 10. bekk ásamt hefðbundnu hljóðfæranámi og fræðigreinum. Tónlistarskólinn er í 40 mín akstursfjarlægð frá Reykjavík. Heimasíða skólans er: http://www.grindavik.is/tonlistarskoli

 

Slagverkskennari í allt að 50% stöðu

 

Starfið fellst í kennslu á slagverk og kennslu í litlum hópum nemenda í 4. bekk. Nú er þróunarverkefni í gangi við tónlistarskólann þar sem eftirfylgniaðferð er nýtt við heimanám nemenda.

 

Menntunar og hæfniskröfur:

Menntun tónlistarkennara (tónl.kenn. III skv. kjarasamn. FT/FÍH) eða meiri er æskileg.

Færni á tölvur og spjaldtölvur nauðsynleg.

Reynsla af tónlistarkennslu æskileg.

Færni á önnur rytmísk hljóðfæri æskileg.

Þekking og reynsla af hljóðupptökum er æskileg.

Mikilvægt er að viðkomandi sé opin fyrir nýjungum í þróun skólans.

 

Upplýsingar um starfið gefur skólastjóri, Inga Þórðardóttir og hægt er að ná í hana í síma 6607309 eða á netfanginu inga@grindavik.is Umsóknum skal skilað ásamt ferilskrá á sama netfang.

Umsóknarfrestur er til 20. júní 2021.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. nóvember 2024

Stórsveit Íslands býđur á tónleika

Fréttir / 30. október 2024

Geir gefur Grindvíkingum lag

Fréttir / 29. október 2024

Styrktarsjóđurinn Ţróttur Grindvíkinga

Fréttir / 22. október 2024

Grindavík opin á ný

Fréttir / 22. október 2024

Reykjanes vaknar í kaffispjalli í Kvikunni

Fréttir / 21. október 2024

Fréttatilkynning frá Grindavíkurnefnd

Fréttir / 18. október 2024

Mánudagskaffi í Reykjanesbć

Fréttir / 15. október 2024

Hulda Björnsdóttir GK 11 til sýnis í dag