Grindavíkurbær óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn! Í dag fer fram hátíðardagskrá í Grindavíkurkirkju og við minnisvarðann Vonina. Dagskráin í dag er eftirfarandi:
SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ
8:00 FÁNAR DREGNIR AÐ HÚNI
Fánar dregnir að húni og bæjarbúar hvattir til að flagga í tilefni sjómannadagsins.
14:00 SJÓMANNADAGSMESSA Í GRINDAVÍKURKIRKJU
Kór Grindavíkurkirkju leiðir sönginn undir stjórn Erlu Rutar Káradóttur organista.
Sr. Elínborg Gísladóttir þjónar fyrir altari
Einsöngur: Páll Jóhannesson
Ræðumaður: Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavik
Sjómannsfjölskylda les ritningarlestra ásamt því að vera kransaberar.
Að lokinni messu fer fram heiðrun sjómanna í kirkjunni. Að heiðrun lokinni mun forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson flytja ávarp.
Fyrir framan kirkjuna fer fram blessun á björgunarbátnum Árna í Tungu. Þá verður gengið að Von þar sem lagður verður blómsveigur til minningar um drukknaða sjómenn. Þar munu Grindavíkurdætur syngja nokkur lög undir stjórn Bertu Drafnar Ómarsdóttur.
Hægt verður að fylgjast með messunni í beinu streymi heimasíðu og facebooksíðu Grindavíkurbæjar.
13:00-17:00 VELTIBÍLLINN
Hinn sívinsæli veltibíll verður í Hreystigarðinum við íþróttahúsið.
Sprell.is munu setja upp leiktæki við Volcano hótel (gamla Festi) í dag. Tilboð á miðum í leiktæki alla helgina. Athugið að leiktækin eru ekki á vegum Grindavíkurbæjar.
Gestir eru minntir á að virða sóttvarnarreglur og nota grímur þar sem ekki er hægt að tryggja eins metra fjarlægð.