Dagskrá sjómannadagshelgarinnar í Grindavík

  • Sjóarinn síkáti
  • 4. júní 2021

Sjómanna- og fjölskylduhátíðin Sjóarinn síkáti mun ekki fara fram sjómannadagshelgina 2021. Hins vegar munu Grindvíkingar gera sér glaðan dag í tilefni af Sjómannadeginum. Á laugardegi hittist yngsta kynslóðin í Hreystigarðinum við íþróttahúsið en á sjómannadeginum fer fram hátíðardagskrá í Grindavíkurkirkju og við minnisvarðann Vonina. Þá mun útvarspsstöðin  K100 vera með beina útsendingu frá heitasta bænum á landinu föstudaginn 4. júní. 

LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ

14:00-15:30 SKEMMTIDAGSKRÁ Í HREYSTIGARÐINUM
Komið verður upp sviði í Hreystigarðinum þar sem skemmtikraftar munu skemmta yngstu kynslóðinni milli kl. 14:00 og 15:30. Fram koma Glappakast, Latibær og Söngvaborg. Dregið verður í hurðaleiknum á sviðinu. 

Sprell.is munu setja upp leiktæki við Volcano hótel (gamla Festi) ef veður leyfir laugardag og sunnudag. Tilboð á miðum í leiktæki alla helgina. Athugið að leiktækin eru ekki á vegum Grindavíkurbæjar.

Veitingastaðir í Grindavík verða að sjálfsögðu opnir alla helgina. Sjómannalögin verða flutt á Bryggjunni milli kl. 15 og 17. Jógvan spilar fyrir gesti á Festi bistro. Þá verða óskalög vélstjóra flutt á Fish house milli kl. 21 og 23. Hljómsveitin Rattatti spilar á Salthúsinu milli kl. 21:00 og 24:00. 

SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ

8:00 FÁNAR DREGNIR AÐ HÚNI
Fánar dregnir að húni og bæjarbúar hvattir til að flagga í tilefni sjómannadagsins.

14:00 SJÓMANNADAGSMESSA Í GRINDAVÍKURKIRKJU
Kór Grindavíkurkirkju leiðir sönginn undir stjórn Erlu Rutar Káradóttur organista.
Sr. Elínborg Gísladóttir þjónar fyrir altari
Einsöngur: Páll Jóhannesson
Ræðumaður: Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavik
Sjómannsfjölskylda les ritningarlestra ásamt því að vera kransaberar.

Að lokinni messu fer fram heiðrun sjómanna í kirkjunni. Að heiðrun lokinni mun forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson flytja ávarp.

Fyrir framan kirkjuna fer fram blessun á björgunarbátnum Árna í Tungu. Þá verður gengið að Von þar sem lagður verður blómsveigur til minningar um drukknaða sjómenn. Þar munu Grindavíkurdætur syngja nokkur lög undir stjórn Bertu Drafnar Ómarsdóttur.

Hægt verður að fylgjast með messunni í beinu streymi heimasíðu og facebooksíðu Grindavíkurbæjar.

13:00-17:00 VELTIBÍLLINN
Hinn sívinsæli veltibíll verður í Hreystigarðinum við íþróttahúsið.

Gestir eru minntir á að virða sóttvarnarreglur og nota grímur þar sem ekki er hægt að tryggja eins metra fjarlægð. 

Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál