Bćjarstjóri tók fyrstu skóflustunguna ađ nýju Hlíđarhverfi

  • Fréttir
  • 27. maí 2021

Í dag var fyrsta skóflustungan tekin að nýju Hlíðarhverfi og verksamningur undirritaður milli Grindavíkurbæjar og verktakans Jóns & Margeirs. Það var enginn annar en bæjarstjórinn sjálfur, Fannar Jónasson, sem sá um að stýra gröfunni og taka fyrstu skóflustunguna. Viðstaddir skóflustunguna auk bæjarstjóra og verktakans Jóns & Margeirs, voru bæjarfulltrúarnir Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs, Sigurður Óli Þórleifsson, forseti bæjarstjórnar, Páll Valur Björnsson, Hallfríður Hólmgrímsdóttir og sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Atli Geir Júlíusson. 

Jón Gunnar Margeirsson undirritar verksamning fyrir hönd Jóns & Margeirs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri fyrir hönd Grindavíkurbæjar. Í baksýn eru f.v. Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Páll Valur Björnsson bæjarfulltrúi, Sigurður Óli Þórleifsson, forseti bæjarstjórnar, Hallfríður Hólmgrímsdóttir bæjarfulltrúi og Hjálmar Hallgrímsson formaður bæjarráðs. 

Vinnuvélar eru nú byrjaðar á að grafa upp svæðið en fyrsti áfangi er gatnagerð og eru verklok áætluð 15. nóvember 2021.

Grindavíkurbær kynnti sl. haust tillögu að nýju deiliskipulagi norðan við Hópsbraut en í Hlíðarhverfi er gert ráð fyrir að fjöldi í

búðaeininga verði allt að 384 og að þar verði byggður upp nýr leikskóli ásamt því að lóð er skilgreind fyrir hverfisverslun eða aðra þjónustu. Skilgreindar eru öruggar umferðarleiðir fyrir akandi, hjólandi og gangandi vegfarendur. 

Meðfylgjandi frétt er tölvugert myndband sem gefur betri mynd af því hvernig fullbyggt hverfi mun líta út.


 

Feðgarnir á bak við Jón & Margeir, f.v. Jón Gunnar Margeirsson, Margeir Jónsson og Árni Valberg Margeirsson.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 16. janúar 2022

Leikskólinn Laut opnar aftur í fyrramáliđ

Fréttir / 15. janúar 2022

Skilabođ frá heilsugćslu HSS

Fréttir / 5. janúar 2022

Styrktarsjóđur opnađur

Fréttir / 5. janúar 2022

Slćm veđurspá. Pössum lausamuni

Fréttir / 4. janúar 2022

Mest lesnu fréttir ársins 2021