Fundur 518

 • Bćjarstjórn
 • 27. maí 2021

Fundargerð 518. fundar bæjarstjórnar, haldinn í bæjarstjórnarsal Grindavíkur þriðjudaginn 25. maí og hófst hann klukkan 16:00. 

Í upphafi fundar óskar forseti eftir því að bæjarfulltrúar rísi úr sætum og drjúpi höfði og minnist Boga Hallgrímssonar. Bogi Guðbrandur Hallgrím

Fundinn sátu:
Sigurður Óli Þórleifsson, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, bæjarfulltrúi, Guðmundur L. Pálsson, bæjarfulltrúi, Hjálmar Hallgrímsson, varaforseti, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, bæjarfulltrúi, Páll Valur Björnsson, bæjarfulltrúi og Helga Dís Jakobsdóttir, bæjarfulltrúi.
Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Í upphafi fundar óskar forseti eftir því að bæjarfulltrúar rísi úr sætum og drjúpi höfði og minnist Boga Hallgrímssonar. Bogi Guðbrandur Hallgrímsson fæddist 16. nóvember 1925 og lést 9. maí síðastliðinn. Bogi var stofnandi Framsóknarflokksins í Grindavík og bæjarfulltrúi á árunum 1966-1982 og gegndi bæði stöðu formanns bæjarráðs sem og forseta bæjarstjórnar ásamt fleiri trúnaðarstörfum. Nú minnumst við Boga Hallgrímssonar með stuttri þögn.

Dagskrá:

1. Kosning í bæjarráð, sbr. 27. gr. og A lið 47. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Grindavíkurbæjar - 2105071
Til máls tók: Sigurður Óli.

Forseti bæjarstjórnar leggur til að eftirfarandi verði kjörin í bæjarráð næsta árið: Hjálmar Hallgrímsson formaður Sigurður Óli Þórleifsson varaformaður Helga Dís Jakobsdóttir Áheyrnarfulltrúar með málfrelsi og tillögurétt: Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir Páll Valur Björnsson Varamenn taka sæti í þeirri röð sem þeir eru kosnir þegar aðalmenn og áheyrnarfulltrúar forfallast.

Samþykkt samhljóða.

2. Heimild til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi bæjarstjórnar - 2105072
Til máls tók: Sigurður Óli.

Með vísan til 8. gr. Samþykkta um stjórn Grindavíkurkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar leggur forseti til að fundir bæjarstjórnar verði felldir niður í júní og júlí í sumarleyfi bæjarstjórnar. Jafnframt að bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðslamála, í samræmi við 32. gr. sömu samþykkta, nema þar sem lög kveða á um annað.

Samþykkt samhljóða

3. Ársuppgjör 2020 - Grindavíkurbær og stofnanir - 2103084
Til máls tóku: Sigurður Óli, bæjarstjóri, Páll Valur og Guðmundur. Ársreikningur Grindavíkurbæjar og stofnana hans fyrir árið 2020 er tekinn til síðari umræðu. Vísað er til yfirferðar endurskoðenda við fyrri umræðu þann 27. apríl síðastliðinn. Engar breytingar hafa orðið á ársreikningnum frá fyrri umræðu. Endurskoðandi Grindavíkurbæjar mun árita ársreikninginn með fyrirvaralausri áritun.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða ársreikninginn og staðfestir hann með undirritun sinni.

4. Kosning í nefndir samkvæmt C-lið 47. gr. samþykktar um stjórn Grindavíkurbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar - 2105152
Til máls tóku Sigurður Óli. Fyrir liggur að kjósa nýjan varamann í Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja.

Tillaga er um að Margrét Pétursdóttir verði varamaður í stað Jónu Rutar Jónsdóttur.

Samþykkt samhljóða.

5. Breytingar á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar - lýsing verkefnis - 2105074
Til máls tók: Sigurður Óli.

Skipulagslýsing á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar lögð fram, sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Helstu breytingarnar eru: - Skipulagsbreytingar vegna uppbyggingar á innviðum og þjónustu við gosstöðvar bæði í landi Hrauns og Ísólfsskála. - Landtaka ljósleiðara/sæstrengs í Hraunsvík í landi Hrauns og uppbygging á mannvirkjum því tengdu. - Hreinsistöð fráveitu færð frá iðnaðarsvæði á hafnarsvæði við Eyjabakka. Skipulagsnefnd samþykkti skipulagslýsinguna á 86. fundi sínum þann 17. maí sl. og vísaði henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir samhljóða samþykkt skipulagsnefndar.

6. Kæra- nýtt framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 - 2105021
Til máls tóku: Sigurður Óli, bæjarstjóri, Guðmundur og Páll Valur.

Lögð fram drög að greinargerð sem svar Grindavíkurbæjar við kærunni.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða greinargerðina.

7. Beiðni um umsögn um umsókn um nýtingarleyfi á jarðhita í Svartsengi - 2104074
Til máls tók: Sigurður Óli.

Orkustofnun óskar eftir umsögn Grindavíkurbæjar um umsókn HS orku um nýtingarleyfi á jarðhita í Svartsengi. Umsóknin, eins og henni er lýst af HS Orku, er í samræmi við aðalskipulag Grindavíkurbæjar 2018-2032 og deiliskipulag fyrir Svartsengi. Jafnframt liggur fyrir ákvörðun um matskyldu vegna þessarar framkvæmdar. Skipulagsnefnd gerði ekki athugasemd við umsóknina hvað varðar verksvið sveitarfélagsins. Afgreiðslu skipulagsnefndar var vísað til bæjarstjórnar á 86. fundi nefndarinnar þann 17. maí sl.

Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar.

8. Beiðni um umsögn um umsókn um rannsóknarleyfi í Stóru Sandvík - 2104073
Til máls tók: Sigurður Óli.

Orkustofnun óskar eftir umsögn Grindavíkurbæjar um umsókn HS orku um rannsóknarleyfi á jarðhita í Stóru-Sandvík. Skipulagsnefnd gerði ekki athugasemd við umsókn HS orku um rannsóknarleyfi á jarðhita í Stóru-Sandvík á 86. fundi sínum þann 17. maí sl. og vísaði afgreiðslunni til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar.

9. Rannsóknarhola HAL 3 við Reykjanesvirkjun - Beiðni um umsögn - 2105033
Til máls tók: Sigurður Óli.

Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn við matskyldufyrirspurn vegna Rannsóknarholu HAL 3 við Reykjanesvirkjun. Skipulagsnefnd telur að vel sé gerð grein fyrir framkvæmdinni og líklegum umhverfisáhrifum vegna hennar. Skoðaðir voru þrír valkostir og HAL 3 talin henta best af þeim þremur sem skoðaðir voru. Fyrirhuguð framkvæmd er á skilgreindu iðnaðarsvæði, i9, á aðalskipulagi Grindavíkur 2018-2032 þar sem gert er ráð fyrir iðnaði í beinum tengslum við orkuvinnslu á svæðinu þar sem unnt er að nýta heitt jarðvatn og gufu auk raforku. Staðsetning borplans er utan deiliskipulags á svæðinu en unnið er að breytingu á því deiliskipulagi samhliða fyrirspurn um matskyldu. Skipulagsnefnd bendir á að fyrirhuguð framkvæmd er háð framkvæmdaleyfi Grindavíkurbæjar sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd vísaði afgreiðslu sinni til bæjarstjórnar til samþykktar á 86. fundi sínum þann 17. maí sl.

Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar.

10. Körfur í íþróttahúsi - nýr hæðarstillingarbúnaður og þjónusta - 2104070
Til máls tók: Sigurður Óli.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2021 að fjárhæð 1.772.000 kr. og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

11. Sérstuðningur í leikskóla - Beiðni um viðauka - 2104085
Til máls tók: Sigurður Óli.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2021 að fjárhæð 4.500.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

12. Ræstingar í leikskólanum Laut - 2105034
Til máls tók: Sigurður Óli.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2021 að fjárhæð 2.230.000 kr. á lykilinn 04111-4942 sem fjármagnaður verði með lækkun launaliða hjá leikskólanum um 2.905.000 kr.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

13. Landakaup - beiðni um viðauka - 2105113
Til máls tók: Sigurður Óli.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárfestingaáætlun 2021 að fjárhæð 11.941.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs með 6 atkvæðum, Hallfríður situr hjá.

14. Sumarstörf 2021 - 2103001
Til máls tók: Sigurður Óli.

Lögð er fram beiðni um viðauka að fjárhæð 76.987.000 kr. vegna sumarstarfa ungmenna. Fjármögnun viðaukans er 22.416.000 kr. frá ríkinu og 54.571.000 kr. með lækkun á handbæru fé. Bæjarráð leggur til bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

15. Innri leiga Eignasjóðs - viðauki við fjárhagsáætlun 2021 - 2105003
Til máls tók: Sigurður Óli.

Lögð er fram beiðni um viðauka vegna hækkunar gjalda hjá aðalsjóði um 28.846.352 kr., sbr. framlagða sundurliðun, sem fjármagnaður verði með hækkun tekna eignasjóðs að fjárhæð 28.390.233 og lækkun gjalda hjá þjónustumiðstöð um 456.119 kr. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

16. Nafn á nýju hrauni og gígum við Fagradalsfjall - 2103090
Til máls tóku: Sigurður Óli og Hjálmar.

Með vísan til laga nr. 22/2015 leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að nýtt hraun austan Fagradalsfjalls verði nefnt Fagradalshraun.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs og vísar örnefninu til staðfestingar mennta- og menningarmálaráðherra.

17. Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga 2021 - 2102009
Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, bæjarstjóri, Páll Valur, Hjálmar, Birgitta og Guðmundur. Fundargerð 897. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags 30. apríl 2021, er lögð fram til kynningar.

18. Bæjarráð Grindavíkur - 1580 - 2105001F
Til máls tóku: Sigurður Óli, bæjarstjóri, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Hjálmar, Hallfríður, Helga Dís, Guðmundur, Páll Valur og Birgitta. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

19. Bæjarráð Grindavíkur - 1581 - 2105004F
Til máls tóku: Sigurður Óli, Birgitta, Hallfríður, Hjálmar, Páll Valur, Helga Dís, Guðmundur og bæjarstjóri. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

20. Bæjarráð Grindavíkur - 1582 - 2105006F
Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Páll Valur, Hjálmar, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, bæjarstjóri, Guðmundur, Birgitta og Helga Dís. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

21. Skipulagsnefnd - 85 - 2104012F
Til máls tóku: Sigurður Óli, Páll Valur, Hallfríður, bæjarstjóri, Guðmundur, Birgitta og Hjálmar. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

22. Fræðslunefnd - 109 - 2105002F
Til máls tóku: Sigurður Óli, Helga Dís, Hjálmar, Páll Valur, Birgitta og Guðmundur. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

23. Frístunda- og menningarnefnd - 104 - 2104020F
Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Helga Dís, Birgitta, Guðmundur, bæjarstjóri, Hjálmar og Páll Valur. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 21. september 2021

Fundur 1592

Skipulagsnefnd / 20. september 2021

Fundur 90

Afgreiđslunefnd byggingamála / 15. september 2021

Fundur 53

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 15. september 2021

Fundur 55

Bćjarráđ / 14. september 2021

Fundur 1591

Frćđslunefnd / 6. maí 2021

Fundur 109

Frćđslunefnd / 2. september 2021

Fundur 111

Frístunda- og menningarnefnd / 8. september 2021

Fundur 107

Bćjarráđ / 7. september 2021

Fundur 1590

Bćjarstjórn / 31. ágúst 2021

Fundur 519

Skipulagsnefnd / 26. ágúst 2021

Fundur 89

Frístunda- og menningarnefnd / 18. ágúst 2021

Fundur 106

Bćjarráđ / 24. ágúst 2021

Fundur 1589

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. ágúst 2021

Fundur 52

Bćjarráđ / 20. júlí 2021

Bćjarráđ, fundur nr. 1588

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 7. júlí 2021

Fundur 54

Bćjarráđ / 6. júlí 2021

Fundur 1587

Almannavarnir / 24. júní 2021

Fundur 72

Bćjarráđ / 29. júní 2021

Fundur 1586

Bćjarráđ / 22. júní 2021

Fundur 1585

Skipulagsnefnd / 21. júní 2021

Fundur 88

Öldungaráđ / 18. júní 2021

Fundur 10

Afgreiđslunefnd byggingamála / 16. júní 2021

Fundur 51

Bćjarráđ / 15. júní 2021

Fundur 1584

Frístunda- og menningarnefnd / 14. júní 2021

Fundur 105

Bćjarráđ / 8. júní 2021

Fundur 1583

Skipulagsnefnd / 31. maí 2021

Fundur 87

Frćđslunefnd / 3. júní 2021

Fundur 110

Bćjarstjórn / 25. maí 2021

Fundur 518

Hafnarstjórn / 21. maí 2021

Fundur 477

Nýjustu fréttir

Kosiđ í Grunnskóla Grindavíkur

 • Fréttir
 • 24. september 2021

Pálmar trúbador á Fish House annađ kvöld

 • Fréttir
 • 24. september 2021

Kosningagleđi xD á Vörinni í kvöld

 • Fréttir
 • 24. september 2021

Hluta Hópsbrautar lokađ tímabundiđ

 • Fréttir
 • 24. september 2021

Starfsmađur í Skólasel

 • Fréttir
 • 22. september 2021

Sjálfstćđisflokkurinn býđur í súpu

 • Fréttir
 • 22. september 2021