477. fundur haldinn Seljabót 2, föstudaginn 21. maí 2021 og hófst hann kl. 12:00.
Fundinn sátu:
Ómar Davíð Ólafsson, Páll Jóhann Pálsson, Hallfreður G Bjarnason, Bergþóra Gísladóttir, Páll Gíslason og Sigurður A Kristmundsson.
Fundargerð ritaði: Sigurður A Kristmundsson, Hafnarstjóri.
Bergþóra Gísladóttir sat fundin í gegnum teams fjarfundabúnað.
Dagskrá:
1. Þróun og rannsóknir á hafnabótum - 2102050
Í hafnar reiknilíkani hefur verið skoðaður sá möguleiki að breikka ytri rennu innsiglingarinnar. Athuganir gefa til kynna að möguleikar á breikkun rennunnar muni ekki hafa áhrif á kyrrð innan hafnar. Breykkun ytri rennu mun hafa mjög jákvæð áhrif á siglingaöryggi skipa í innsiglingu. Hafnarstjórn hvetur eindregið til þess að unnið verði ötullega að áframhaldandi rannsóknum svo að hægt verði að vinna með niðurstöður þeirra í komandi fjárhagsáætlunum sveitarfélagsins og ríkissjóðs.
2. Endurbætur á Kvíabryggju - 2105140
Vegagerðin hefur ekki lagt mat á hvort endurbætur á Kvíbryggju sé forgagnsverkefni eða ekki. Mat hafnarstjóra á ástandi bryggjunnar er að það er afar brýnt að fara í verkefið strax í haust. Skoða þarf möguleika á því hvort breyta megi hönnum bryggjunnar sem tekur mið að þörfum fiskiskipa sem nota þessa hafnaraðstöðu þ.m.t að bæta við 5. kranaum og mögulega að skipta út krana 2 sem er orðin yfir tuttugu ára gamall.
3. Hreinlætisaðstaða við höfnina fyrir aðkomusjómenn - 2105141
Undanfarin ár hefur fjöldi smærri aðkomubáta sem landa í Grindavíkurhöfn á tímabilinu mars - maí farið vaxandi. Afli frá áramótum í ár, er sá mesti í áratugi og má það þakka m.a.lönduðum afla af afkastamiklum línubátum sem bætast í hóp heimskipa á þessum tíma. Í mörgum þessara skipa eru ekki þvottavélar eða þurrkarar og jafnvel takmörkuð hreinlætisaðstaða fyrir áhafnir þeirra. Til þess að mæta þörfum þessara mikilvægu viðskiptavina hafnarinnar og annara þjónustuaðila verður að finna lausn á hreinlætismálum þeirra.
4. Afgreiðsla á ís til báta og skipa - 2105142
Ísstöð Ísfélags Grindavíkur er komin vel til ára sinna og mikil viðhaldsþörf er framundan. Forsvarsmenn Ísfélagsins kynntu málið fyrir formanni hafnarstjórnar og hafnarstjóra. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvaða leið ákveðið verður að fara með framhald þessa reksturs. ljóst er að afgreiðsla íss er mikilvægur lykilþjónustuþáttur á hafnarsvæðinu fyrir mörg þeirra skipa sem landa í Grindavíkurhöfn. Stærstu fyrirtækin eru sum hver með eign ísframleiðslu og þar með tiltölulega sjálfbær, en önnur ekki. Ísstöðin er í ákveðinni klemmu með sinn rekstur vegna minnkandi sölu á ís. Valkostirnir eru m.a.a. byggja upp gömlu ísstöðina á núverandi stað eða fjárfesta í nýrri og hugsanlega smærri einingu, með mögulega staðsetningu á landfyllingu við Suðurgarð.
5. Viðhald tengivega að bryggjum - 2104046
Málinu frestað og óskað er eftir frekari gögnum.
6. Tjón vegna rafmagnsleysis 5. mars 2021 - 2103027
Lagt fram til kynningar
7. Fundargerðir Hafnasamband Íslands - 2103093
8. Vefsíða Grindavíkurhafnar - 2102051
Áfram hefur verið unnið með uppfærslu á vefsíðu Grindavíkurhafnar. Sótt hefur verið um lenið grindavikuhofn.is Óskað er eftir ábendingum um hvað betur megi fara og hvernig menn sjái fyrir sér vefsíðu hafnarinnar.
9. Innsiglingarbauja AIS - 2102052
10. Samstarf um sorp- og umhverfismál - 2102048
Merkingum á sorpgámum eru ábótavant og hafnarstjórn vill merkja gámana svo ekki verði umvillst í hvaða gáma tiltekið sorp á að fara í. Hafnarstjórn fagnar því að flokkun á sorpi sé hafin.
11. Frystigeymsla við Suðurgarð undirbúningsvinna - 2012036
Að svo stöddu virðist ekki vera nægileg þörf fyrir frystivörugeymslu sem fyrirhuguð var á landfyllingu við Suðurgarð. Huga þarf að því að finna hafsækið fyrirtæki sem hefur áhuga eða þörf á því að staðsetja starfssemi sína á landfyllingu við Suðurgarð.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00.