Fjölskylduleikurinn Hver býr hér? er fastur liður í aðdraganda Sjóarans síkáta hjá mörgum Grindvíkingum. Þrátt fyrir að lítið verði um hátíðahöld í tengslum við sjómannadaginn í ár verður leiknum engu að síður dreift í hús á næstu dögum. Leikurinn gengur út á að þekkja átta útidyrahurðir í bænum (tvær úr hverju hverfi), fylla út getraunablaðið og skila í Kvikuna í síðasta lagi föstudaginn 4. júní. Dregið verður laugardaginn 5. júní.
Verðlaunin eru glæsileg: