Fundur 86

  • Skipulagsnefnd
  • 18. maí 2021

86. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, 17. maí 2021 og hófst hann kl. 16:15.


Fundinn sátu:
Guðmundur L. Pálsson, formaður, Ólafur Már Guðmundsson, aðalmaður,
Anton Kristinn Guðmundsson, aðalmaður, Lilja Ósk Sigmarsdóttir, aðalmaður,
Gunnar Már Gunnarsson, aðalmaður, Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Fundargerð ritaði:  Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Dagskrá:

1.     Breytingar á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar - lýsing verkefnis - 2105074
    Skipulagslýsing á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar lögð fram, sbr. 1.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Helstu breytingarnar eru: 
- Skipulagsbreytingar vegna uppbyggingar á innviðum og þjónustu við gosstöðvar bæði í landi Hrauns og Ísólfsskála. 
- Landtaka ljósleiðara/sæstrengs í Hraunsvík í landi Hrauns og uppbygging á mannvirkjum því tengdu. 
- Hreinssstöð fráveitu færð frá iðnaðarsvæði á hafnarsvæði við Eyjabakka. 

Skipulagsnefnd samþykkir skipulagslýsinguna og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar. 
        
2.     Beiðni um umsögn um umsókn um nýtingarleyfi á jarðhita í Svartsengi - 2104074
    Orkustofnun óskar eftir umsögn Grindavíkurbæjar um umsókn HS orku um nýtingarleyfi á jarðhita í Svartsengi. 

Umsóknin, eins og henni er lýst af HS orku, er í samræmi við aðalskipulag Grindavíkurbæjar 2018-2032 og deiliskipulag fyrir Svartsengi. Jafnframt liggur fyrir ákvörðun um matskyldu vegna þessarar framkvæmdar. 

Grindavíkurbær gerir ekki athugasemd við umsóknina hvað varðar verksvið sveitarfélagsins. 

Afgreiðslu skipulagsnefndar vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu. 
        
3.     Beiðni um umsögn um umsókn um rannsóknarleyfi í Stóru Sandvík - 2104073
    Orkustofnun óskar eftir umsögn Grindavíkurbæjar um umsókn HS orku um rannsóknarleyfi á jarðhita í Stóru-Sandvík. 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við umsókn HS orku um rannsóknarleyfi á jarðhita í Stóru-Sandvík og vísar afgreiðslunni til bæjarstjórnar. 

        
4.     Rannsóknarhola HAL 3 við Reykjanesvirkjun - Beiðni um umsögn - 2105033
    Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn við matskyldufyrirspurn vegna Rannsóknarholu HAL 3 við Reykjanesvirkjun. 

Skipulagsnefnd telur að vel sé gert grein fyrir framkvæmdinni og líklegum umhverfisáhrifum vegna hennar. Skoðaðir voru þrír valkostir og HAL 3 talinn henta best af þeim þremur sem skoðaðir voru. Fyrirhuguð framkvæmd er á skilgreindu iðnaðarsvæði, i9, á aðalskipulagi Grindavíkur 2018-2032 þar sem gert er ráð fyrir iðnaði í beinum tengslum við orkuvinnslu á svæðinu þar sem unnt er að nýta heitt jarðvatn og gufu auk raforku. Staðsetning borplans er utan deiliskipulags á svæðinu en unnið er að breytingu á því deiliskipulagi samhliða fyrirspurn um matskyldu. 

Skipulagsnefnd bendir á að fyrirhuguð framkvæmd er háð framkvæmdaleyfi Grindavíkurbæjar sbr. 13.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Afgreiðslu skipulagsnefndar er vísað til bæjarstjórnar til samþykktar. 
        
5.     Beiðni um umsögn um staðsetningu ökutækjaleigu - 2105013
    Samgöngustofa óskar eftir umsögn um staðsetningu ökutækjaleigu fyrir Matthías Jónsson og syni ehf. 

Skipulagsnefnd samþykkir að skrifstofa ökutækjaleigunar verði að Hólavöllum 2. Móttaka, skil og geymsla ökustækjanna skal vera utan íbúabyggðar. 
        
6.     Deiliskipulagsbreyting Efrahóp 4 - 2104033
    Grenndarkynning á deiliskipulagsbreytingu við Efrahóp 4 er lokið án athugasemda. Grenndarkynning fór fram í samræmi við 2.mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2020. 

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna. Í samræmi við 6 gr. samþykktar um skipulagsnefnd í Grindavík þá er um fullnaðarafgreiðslu að ræða. 

Skipulagsnefnd vekur athygli lóðarhafa/umsækjanda á eftirfarandi: 
Lóðarhafi ber að greiða allan þann kostnað sem af breytingunni hlýst. Auk hinnar eiginlegu skipulagsvinnu þá má t.d. nefna kostnað sem verður til við breytingu á innviðum (t.d. rafmagn, vatnslagnir og fráveita) á skipulagssvæðinu vegna breytingarinnar. 
        
7.     Höskuldavellir 1 - Umsókn um byggingarleyfi - 2104001
    Grenndarkynning byggingarleyfisumsóknar við Höskuldarvelli 1, þar sem sótt erum stækkun á bílageymslu, er lokið án athugasemda. 

Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin. Í samræmi við 6 gr. samþykktar um skipulagsnefnd í Grindavík þá er um fullnaðarafgreiðslu að ræða. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu. 

        
8.     Víkurbraut 22 - Umsókn um byggingarleyfi - 2104028
    Grenndarkynning byggingarleyfisumsóknar við Víkurbraut 22, þar sem sótt er um breytingar á innra skipulag, útliti og breyttri notkun á bílageymslu, er lokið án athugasemda. 

Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin. Í samræmi við 6 gr. samþykktar um skipulagsnefnd í Grindavík þá er um fullnaðarafgreiðslu að ræða. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu. 
        
9.     Austurvegur 49 - umsókn um gististað - 2105073
    Sótt er um leyfi til að hafa gistingu í flokki II, tegund C við Austurveg 49. 

Í greinagerð aðalskipulags Grindavíkur segir m.a í kafla 2.1.1: 

„...Umsóknir um nýja gististaði í flokki II, tegund c innan íbúðarbyggðar skal skipulagsnefnd sérstaklega fjalla um og skal leyfi til reksturs vera háð ákvörðun nefndarinnar. Við mat á umsókn skal skipulagsnefnd líta til þess að kröfur um bílastæði séu uppfylltar, horfa skal til staðsetningar innan íbúðarbyggðar og aðkomu. Umsóknir sem þessar skulu ávallt grenndarkynntar fyrir nágrönnum....“. 

Sviðsstjóra falið að grennarkynnina áformin fyrir lóðarhöfum við Austurveg 45, 47 og 48. 
        
10.     Brautarholt - Umsókn um byggingarleyfi - 2105101
    Sóst er eftir breytingu á notkun á húsnæðinu Brautarholti, úr skrifstofubyggingu í íbúðarhúsnæði. 

Umræddd lóð er í óskiptu landi Þórkötlustaða. Sviðsstjóra er falið að grenndarkynna áformin í samræmi við verndaráætlun Þótkötlustaðahverfis. Þá þarf að fá samþykki landeiganda fyrir áformunum. 
        
11.     Hafnargata 4-6 - Umsókn um byggingarleyfi - 2105112
    Anton Guðmundsson víkur af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins. 

Óskað er eftir byggingarleyfi vegna breytinga á Hafnargötu 4 og 6. Áformað er að sameina hluta af Hafnargötu 4 í Hafnargötu 6 og breyta Hafnargötu 4 í gistingu. 

Sviðsstjóra er falið að grenndarkynna áformin fyrir þinglýstum eigendum við Hafnargötu 2,4 og 6. 
        
12.     Framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda í tengslum við eldgos í Fagradalsfjalli - 2104041
    Farið yfir þau leyfi sem sviðsstjóri hefur gefið vilyrði fyrir vegna eldsumbrota í Geldingadal. 
        
13.     Vatnaáætlun Íslands - 2011037
    Vatnaáætlun íslandi 2022 -2027 ásamt aðgerðaráætlun, vöktunaráætlun og umhverfisskýrslu vatnaáætlunar eru allar komnar í 6 mánaða opinbera kynningu. 

Lagt fram. 
        
14.     Stefna - bótaskylda vegna smáhýsa - 2105019
    Mál lagt fram til kynningar.
        


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:50 .
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135