Fundur 1581

 • Bćjarráđ
 • 13. maí 2021

1581. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, 11. maí 2021 og hófst hann kl. 16:00.
Fundinn sátu: Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Sigurður Óli Þórleifsson, varaformaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Páll Valur Björnsson, áheyrnarfulltrúi og Helga Dís Jakobsdóttir, áheyrnarfulltrúi.

Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1.Fjölgun leikskólaplássa í Grindavík - 2105002
Til fundarins mættu Pétur R Guðmundsson og Guðmundur Pétursson frá Skólum ehf. og kynntu hugmyndir sínar um stækkun leikskólans Króks.

2. Sumarstörf 2021 - 2103001
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. Lögð fram beiðni um viðauka að fjárhæð 76.987.000 kr. vegna sumarstarfa ungmenna. Fjármögnun viðaukans er 22.416.000 kr. frá ríkinu og 54.571.000 kr. með lækkun á handbæru fé.

Bæjarráð leggur til bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.

3. Opnunartími bókasafns sumarið 2021 - 2105012
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Óskað er eftir heimild á breyttum opnunartíma bókasafns þegar skólinn er í sumarleyfi án þess að stytta opnun. Opnunartími yrði frá 11:00 til 16:30 í stað 12:30-18:00.

Bæjarráð samþykkir erindið.

4. Endurskoðun menningarstefnu Grindavíkurbæjar - 2104081
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs er falið að vinna málið áfram.

5. Eftirlitsmyndavélar við skólabyggingar - 2105032
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.

Bæjarráð felur sviðsstjórum að vinna málið áfram og skila niðurstöðum fyrir fjárhagsvinnu ársins 2022.

6. Rekstraryfirlit janúar til mars 2021 - 2104084
Rekstraryfirlit janúar - mars 2021 er lagt fram.

7. Innri leiga Eignasjóðs - viðauki við fjárhagsáætlun 2021 - 2105003
Lögð er fram beiðni um viðauka vegna hækkunar gjalda hjá aðalsjóði um kr. 28.846.352, sbr. framlagða sundurliðun, sem fjármagnaður verði með hækkun tekna eignasjóðs að fjárhæð 28.390.233 og lækkun gjalda hjá þjónustumiðstöð um 456.119 kr.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.

8. Landskerfi bókasafna - Aðalfundur 2021 - 2105016
Lagt fram fundarboð aðalfundar Landskerfa bókasafna miðvikudaginn 19. maí 2021.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að Andrea Ævarsdóttir verði fulltrúi Grindavíkurbæjar á fundinum.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:20.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 21. september 2021

Fundur 1592

Skipulagsnefnd / 20. september 2021

Fundur 90

Afgreiđslunefnd byggingamála / 15. september 2021

Fundur 53

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 15. september 2021

Fundur 55

Bćjarráđ / 14. september 2021

Fundur 1591

Frćđslunefnd / 6. maí 2021

Fundur 109

Frćđslunefnd / 2. september 2021

Fundur 111

Frístunda- og menningarnefnd / 8. september 2021

Fundur 107

Bćjarráđ / 7. september 2021

Fundur 1590

Bćjarstjórn / 31. ágúst 2021

Fundur 519

Skipulagsnefnd / 26. ágúst 2021

Fundur 89

Frístunda- og menningarnefnd / 18. ágúst 2021

Fundur 106

Bćjarráđ / 24. ágúst 2021

Fundur 1589

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. ágúst 2021

Fundur 52

Bćjarráđ / 20. júlí 2021

Bćjarráđ, fundur nr. 1588

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 7. júlí 2021

Fundur 54

Bćjarráđ / 6. júlí 2021

Fundur 1587

Almannavarnir / 24. júní 2021

Fundur 72

Bćjarráđ / 29. júní 2021

Fundur 1586

Bćjarráđ / 22. júní 2021

Fundur 1585

Skipulagsnefnd / 21. júní 2021

Fundur 88

Öldungaráđ / 18. júní 2021

Fundur 10

Afgreiđslunefnd byggingamála / 16. júní 2021

Fundur 51

Bćjarráđ / 15. júní 2021

Fundur 1584

Frístunda- og menningarnefnd / 14. júní 2021

Fundur 105

Bćjarráđ / 8. júní 2021

Fundur 1583

Skipulagsnefnd / 31. maí 2021

Fundur 87

Frćđslunefnd / 3. júní 2021

Fundur 110

Bćjarstjórn / 25. maí 2021

Fundur 518

Hafnarstjórn / 21. maí 2021

Fundur 477

Nýjustu fréttir

Kosiđ í Grunnskóla Grindavíkur

 • Fréttir
 • 24. september 2021

Pálmar trúbador á Fish House annađ kvöld

 • Fréttir
 • 24. september 2021

Kosningagleđi xD á Vörinni í kvöld

 • Fréttir
 • 24. september 2021

Hluta Hópsbrautar lokađ tímabundiđ

 • Fréttir
 • 24. september 2021

Starfsmađur í Skólasel

 • Fréttir
 • 22. september 2021

Sjálfstćđisflokkurinn býđur í súpu

 • Fréttir
 • 22. september 2021