Bergrisinn vaknar-landvćttur

  • Grunnskólafréttir
  • 11. maí 2021

Bókin Bergrisinn vaknar, lesbók, kort og litabók var gjöf til allra 1.-3.bekkja á Reykjanesi frá Reykjanes jarðvangi.  Bókin fjallar í grunninn um landvætti og þeirra hlutverk og trú okkar á að þeir passi landið okkar og viðkvæma náttúru. Ákveðið var að nýta þessa góðu gjöf og vinna með bókina í Byrjendalæsi í 3. bekk hér í Grindavík. 

Bókin var lesin, verkefni sem tengdust atburðarrás, merkum stöðum, samsettum orðum, orðflokkum og fleiru voru unnin í hópavinnu. Nemendur máluðu myndir af bergrisanum og fleiri persónum s.s. Skottu, Brimi og Berglindi. Þetta var frábær vinna og í lok tímabilsins var farið í rútu um Reykjanes meðal annars að Gunnuhver, Reykjanesvita, brúnni milli heimsálfa og út á Garðskagavita. Fuglalíf, vitar, bátar og margt sem fyrir augu bar vakti mikinn áhuga nemenda. Það er mjög jákvætt þegar börn fá bók að gjöf frá fyrirtækjum og stofnunum. Með þeim hætti eru börnunum send skýr skilaboð um mikilvægi bókarinnar á okkar tímum.

Bergrisinn vaknar-veröld vættana er eftir Margréti Tryggvadóttur og Silviu Pérez. Verkefnið var styrkt af Markaðsstofu Reykjaness, Þekkingarsetri Suðurnesja, Sóknaráætlun Suðurnesja og Ferðamálastofu. Reykjanes Jarðvangur stóð að útgáfu.

 

 

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 1. desember 2021

Upptaka frá bćjarstjórnarfundi nr. 522

Fréttir / 30. nóvember 2021

Kaffihúsakvöld í Kvikunni

Grunnskólafréttir / 26. nóvember 2021

Upplýsingatćkni í 3.bekk

Fréttir / 23. nóvember 2021

Óskađ eftir frambođum í Ungmennaráđ

Fréttir / 16. nóvember 2021

Starfsfólk í heimaţjónustu

Fréttir / 23. nóvember 2021

Brautryđjendur í heilsustefnu leikskóla

Höfnin / 22. nóvember 2021

Met afli hjá Tómasi Ţorvaldssyni GK-10.

Fréttir / 21. nóvember 2021

Lokanir á Leikskólanum Laut

Fréttir / 18. nóvember 2021

D vítamín: Sólskin í skammdeginu

Fréttir / 18. nóvember 2021

Grindavík međ liđ í Krakkakviss