Leitađ á jarđvísindavefnum

  • Grunnskólafréttir
  • 6. maí 2021

Jarðvísindi, eldstöðvar, eldgos og jarðskjálftar eru allt hugtök sem hafa fengið mikla athygli ungra nemenda á síðustu mánuðum. Í 2.bekk var verið að vinna í virkilega áhugavekjandi eldgosaþema. Nemendur fóru meðal annars inn á jarðvísindavef Menntamálastofnunnar og fundu kort  með eldstöðvum á Íslandi. Eldstöðin var svo fundin á Íslandskortinu og lítið eldfjall sett á viðeigandi stað. Börnin voru mjög virk og lögðu sig vel fram. Kennarar fóru einnig út á skólalóð með nemendum og settu á svið eldgos (tilraun) og ríkti mikil spenna yfir því. Þá voru unnar mjög fallegar pappírsmósaíkmyndir. 


Deildu ţessari frétt