Fundur 1580

 • Bćjarráđ
 • 5. maí 2021

1580. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, 4. maí 2021 og hófst hann kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Sigurður Óli Þórleifsson, varaformaður,
Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Páll Valur Björnsson, áheyrnarfulltrúi,
Helga Dís Jakobsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Sævar Þór Birgisson,varamaður.
Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að taka á dagskrá mál með afbrigðum sem 10. mál: 2104025 - Skólastjóri Grunnskóla - Ráðning.
Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1. Starfshópur um vernd mikilvægra innviða - 2104015
Björn Oddsson jarðeðlisfræðingur PhD kom á fundinn undir þessum dagskrárlið í gegnum Teams og fór hann yfir stöðu mála. Lagt fram minnisblað unnið af Verkís, Eflu, HÍ og VÍ, dags. 12.04.2021, um prófanir á hraunrennslisvörnum. Bókun Fyrir liggja útfærslur á prófunum á mögulegum hraunrennslisvörnum í Meradölum út frá núverandi gosi í Geldingadölum. Tilgangur þessara prófana er að afla reynslu og þekkingar á uppbyggingu varnargarða sem gæti þurft að byggja síðar til að verja mikilvæga innviði eða íbúðabyggð á Reykjanesskaga.

Bæjarráð Grindavíkur leggur mikla áherslu á að þær aðstæður sem nú eru til staðar í Meradölum verði tafarlaust nýttar til að framkvæma prófanir á hraunrennslisvörnum að veittum tilskyldum leyfum til framkvæmdanna.

2. Starfshópur um uppbyggingu eldgosasvæðisins í Geldingadölum - 2104055
Lagt fram minnisblað starfshóps um uppbyggingu eldgosasvæðsisins í Geldingadölum, dags. 30. apríl 2021.

3. Víkurbraut 62, 3 hæð - Starfsaðstæður - 2103023
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðsusviðs, umsjónarmaður fasteigna og ráðgjafi Grindavíkurbæjar sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. Minnisblað og önnur gögn eftir skoðun EFLU á 3. hæð að Víkurbraut 62 þann 17.03.2021 lögð fram.

4. Körfur í íþróttahúsi - nýr hæðarstillingarbúnaður og þjónusta - 2104070
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Ráðast þarf í lagfæringar á körfum í nýjum íþróttasal og breytingar á hæðarstillingarbúnaði. Beiðnin kemur frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs og forstöðumanni íþróttamannvirkja. Tilboð söluaðila á þessu verki er 1.771.718 kr. Óskað er eftir viðauka vegna þessa.

Bæjarráð leggur til við bæjarráð að samþykkja viðauka að fjárhæð 1.772.000 kr. og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.

5. Húsdýraáburður frá Staðarbúi - 2104087
sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja óskar eftir viðbrögðum frá Grindavíkurbæ við staðarvali varðandi meðhöndlun og dreifingu á hænsnaskít frá Staðarbúi.

Grindavíkurbær gerir ekki athugasemdir við staðarvalið.

6. Ný brunavarnaáætlun fyrir slökkvilið Grindavíkur - 2103067
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Uppfærð brunavarnaráætlun slökkviliðs Grindavíkur lögð fram.

7. Félagsaðstaða eldri borgara - hönnun og undirbúningur - 2102060
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs og sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. Lögð fram fundargerð starfshóps um félagsaðstöðu eldri borgara í Grindavík, dags. 16.02.2021.

8. Víkurhóp 57 - umsókn um byggingarleyfi - 2010031
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs og sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. Tölvupóstur frá Bjargi-íbúðafélagi, dags. 30.04.2021, varðandi íbúðasamsetningu hússins lagður fram.

9. Sérstuðningur í leikskóla - Beiðni um viðauka - 2104085
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Lögð fram beiðni um viðauka að fjárhæð 4.500.000 kr. til að manna stuðning með langveiku barni í leikskóla. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.

10. Skólastjóri grunnskóla - Ráðning - 2104025
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Lagt fram.

11. Starfsmannamál - trúnaðarmál - 2102171
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Lagt fram.

12. Nafn á nýju hrauni og gígum við Fagradalsfjall - 2103090
Lögð fram umsögn Örnefndanefndar á heiti á nýju hrauni og gígum í mótun við Fagradalsfjall. Með vísan til laga nr. 22/2015 leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að nýtt hraun austan Fagradalsfjalls verði nefnt Fagradalshraun.

13. Fjármál sveitarfélaga 2021 - beiðni ráðuneytis um gögn - 2104056
Lagt fram bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, dags. 13. apríl 2021 þar sem óskað er eftir fjárhagslegri stöðu sveitarfélaga vegna hinna óvæntu aðstæðna sem nú eru uppi. Bæjarráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að svara bréfinu.

14. Styrkbeiðni - Blái herinn - 2104059
Blái herinn óskar eftir stuðningi við að hreinsa strandlengju Reykjaness og önnur opin svæði. Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 21. september 2021

Fundur 1592

Skipulagsnefnd / 20. september 2021

Fundur 90

Afgreiđslunefnd byggingamála / 15. september 2021

Fundur 53

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 15. september 2021

Fundur 55

Bćjarráđ / 14. september 2021

Fundur 1591

Frćđslunefnd / 6. maí 2021

Fundur 109

Frćđslunefnd / 2. september 2021

Fundur 111

Frístunda- og menningarnefnd / 8. september 2021

Fundur 107

Bćjarráđ / 7. september 2021

Fundur 1590

Bćjarstjórn / 31. ágúst 2021

Fundur 519

Skipulagsnefnd / 26. ágúst 2021

Fundur 89

Frístunda- og menningarnefnd / 18. ágúst 2021

Fundur 106

Bćjarráđ / 24. ágúst 2021

Fundur 1589

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. ágúst 2021

Fundur 52

Bćjarráđ / 20. júlí 2021

Bćjarráđ, fundur nr. 1588

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 7. júlí 2021

Fundur 54

Bćjarráđ / 6. júlí 2021

Fundur 1587

Almannavarnir / 24. júní 2021

Fundur 72

Bćjarráđ / 29. júní 2021

Fundur 1586

Bćjarráđ / 22. júní 2021

Fundur 1585

Skipulagsnefnd / 21. júní 2021

Fundur 88

Öldungaráđ / 18. júní 2021

Fundur 10

Afgreiđslunefnd byggingamála / 16. júní 2021

Fundur 51

Bćjarráđ / 15. júní 2021

Fundur 1584

Frístunda- og menningarnefnd / 14. júní 2021

Fundur 105

Bćjarráđ / 8. júní 2021

Fundur 1583

Skipulagsnefnd / 31. maí 2021

Fundur 87

Frćđslunefnd / 3. júní 2021

Fundur 110

Bćjarstjórn / 25. maí 2021

Fundur 518

Hafnarstjórn / 21. maí 2021

Fundur 477

Nýjustu fréttir

Kosiđ í Grunnskóla Grindavíkur

 • Fréttir
 • 24. september 2021

Pálmar trúbador á Fish House annađ kvöld

 • Fréttir
 • 24. september 2021

Kosningagleđi xD á Vörinni í kvöld

 • Fréttir
 • 24. september 2021

Hluta Hópsbrautar lokađ tímabundiđ

 • Fréttir
 • 24. september 2021

Starfsmađur í Skólasel

 • Fréttir
 • 22. september 2021

Sjálfstćđisflokkurinn býđur í súpu

 • Fréttir
 • 22. september 2021