Matthías Örn varđi Íslandsmeistaratitil sinn í pílukasti

  • Fréttir
  • 4. maí 2021

Matthías Örn Friðriksson úr Pílufélagi Grindavíkur og íþróttamaður Grindavíkur 2020,varð um helginahelgina Íslandsmeistari í pílukasti. Hann varði titilinn frá því í fyrra en Matthías keppti í úrslitum við Pál Árna Pétursson sem einnig er í Pílufélagi Grindavíkur .

Yfir 100 manns tóku þátt í mótinu sem var um 30% aukning á keppendum frá því í fyrra.

Ingibjörg Magnúsdóttir úr Pílukastfélagi Hafnarfjarðar  varð Íslandsmeistari kvenna í fjórða sinn á ferlinum en Matthías varð fyrsti pílukastarinn síðan 2010 til að verja titilinn en hann varð einnig Íslandsmeistari árið 2020.

Ingibjörg átti greiða leið í úrslitaleikinn en hún sigraði Petreu Friðriksdóttur 5-0 í fjórðungsúrslitum og Örnu Rut Gunnlaugsdóttur 6-1 í undanúrslitum. Í úrslitaleiknum mætti hún Brynju Herborgu Jónsdóttur úr Píludeild Þórs og fór sá leikur alla leið í oddalegg. Þar nýtti Ingibjörg reynslu sína og tryggði titilinn í fjórða sinn.

Matthías átti sömuleiðis nokkuð greiða leið í úrslitaleikinn. Eftir þægilega leið úr 64-manna úrslitum lagði hann Þorgeir Guðmundsson, 5-0, í fjórðungsúrslitum og Kristján Sigurðsson í undanúrslitum, 6-4. Úrslitaleikur karla var ekki jafn spennandi og hjá konunum en þar vann Matthías sigur á liðsfélaga sínum, Páli Árna Péturssyni, 7-2 og varði þar með titilinn.

Við óskum Matta og Ingbjörgu innilega til hamingju með árangurinn!


Deildu ţessari frétt