Tillaga ađ deiliskipulagsbreytingu viđ Víđihlíđ - Auglýsing

  • Fréttir
  • 4. maí 2021

Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar samþykkti þann 24.apríl 2021 að auglýsa aftur tillögu að breytingu á deiliskipulagi Víðihlíðar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er austan við Hjúkrunarheimilið í Víðihlíð. Deiliskipulagstillagan felur í sér nýja afmörkun byggingarreita fyrir íbúðir og félagsheimili. Einnig er gerð grein fyrir útisvæði, aðkomu og bílastæðum. Breytingar frá áður auglýstri deiliskipulagstillögu eru: 

- Að bygging sem fyrirhugað er að hýsi félagsaðstöðu eldri borgara í Grindavík verði gerð að tveggja hæða byggingu en var ein hæð í auglýstri tillögu.
- Að fjölbýlishús næst Víðihlíð merkt 1,2,3 og 4 hækki um eina hæð m.v. auglýsta tillögu að því gefnu að því fylgi bílakjallari.
- Að heimild verði fyrir bílageymslu undir grænu svæði milli lóða 1 og 4.
- Að bílastæðum verði bætt við á uppdrátt austan við hús nr. 3.

Tillagan er aðgengileg á heimasíðu Grindavíkurbæjar, www.grindavik.is, og hún liggur frammi á bæjarskrifstofum frá og með 6. maí 2021 til og með 17. júní 2021. Athugasemdum eða ábendingum við kynnta tillögu skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa, Víkurbraut 62, 240 Grindavík eða með tölvupósti á atligeir@grindavik.is í síðasta lagi 17.júní 2021. 

Atli Geir Júlíusson,
Skipulagsfulltrúi Grindavíkurbæjar.

 

Sjá deiliskipulagsbreytingu.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir