Fundur 517

 • Bćjarstjórn
 • 28. apríl 2021

517. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, 27. apríl 2021 og hófst hann kl. 16:00.
 

Fundinn sátu:
Sigurður Óli Þórleifsson, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður,
Guðmundur L. Pálsson, aðalmaður, Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður,
Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Páll Valur Björnsson, aðalmaður og
Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður.
Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1. Ársuppgjör 2020 - Grindavíkurbær og stofnanir - 2103084
Lilja D. Karlsdóttir, endurskoðandi hjá KPMG, kom á fundinn og fór yfir endurskoðunarskýrslu vegna endurskoðunar ársins 2020 og svaraði fyrirspurnum. Aðrir sem til máls tóku: Sigurður Óli.

Ársreikningur Grindavíkurbæjar og stofnana fyrir árið 2020 er lagður fram til fyrri umræðu.

Bókun

Rekstrarniðurstaða A-hluta er afgangur að fjárhæð 33,3 milljónir króna. Áætlun gerði ráð fyrir 88,3 milljónum króna í rekstrarafgang. Rekstrarniðurstaða í samanteknum reikningsskilum A og B hluta, er 106,9 milljónir króna í afgang en áætlun gerði ráð fyrir 102,8 milljónum króna í rekstrarafgang. Helstu frávik í rekstri samantekinna reikningsskila A og B hluta eru: - Útsvar og fasteignaskattur eru 19,2 milljónum króna lægri en áætlun gerði ráð fyrir. - Framlög Jöfnunarsjóðs eru 7,4 milljónum króna lægri en áætlun. - Aðrar tekjur eru 48,7 milljónum króna hærri en áætlun. - Laun og launatengd gjöld eru 7,0 milljónum króna lægri en áætlun. - Breyting lífeyrisskuldbindingar við B-deild LSR er 5,5 milljónum króna yfir áætlun. - Annar rekstrarkostnaður er 35,3 milljónum króna lægri en áætlun gerði ráð fyrir. - Afskriftir eru 9 milljónum króna lægri en áætlun. - Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld eru 63,8 milljónum króna óhagstæðari en áætlun gerði ráð fyrir. Heildareignir í samanteknum reikningsskilum A og B hluta eru 11.045,6 milljónir króna. Heildarskuldir og skuldbindingar eru 1.984,3 milljónir króna. Lífeyrisskuldbinding hækkar frá árinu 2019 og er 643,2 milljónir króna og þar af er áætluð næsta árs greiðsla 33,0 milljónir króna. Langtímaskuldir við fjármálastofnanir eru 198,2 milljónir króna og þar af eru næsta árs afborganir 9,5 milljónir króna. Eigið fé í samanteknum reikningsskilum er 9.155,9 milljónir króna og er eiginfjárhlutfall 82,9%.

Skuldahlutfall A- og B-hluta skv. 2. tl. 64. gr. sveitarstjórnarlaga nemur 50,5% af reglulegum tekjum. Ef undanskilin er skuld að fjárhæð 571,8 milljónir króna sem til er komin vegna kaupa á Orkubraut 3 af HS Orku hf. og er greidd með auðlindagjaldi og lóðarleigu frá HS Orku hf. , þá er skuldahlutfallið 35,2%. Skuldaviðmið skv. 14. gr. reglugerðar nr. 502 frá 2012 er negatíft í bæði í A-hluta og A- og B-hluta þar sem hreint veltufé er hærra en heildarskuldir að teknu tilliti til frádráttar vegna lífeyrisskuldbindingar. Rekstur í samanteknum reikningsskilum A og B hluta skilaði 481,0 milljónum króna í veltufé frá rekstri sem er 12,8% af heildartekjum en áætlun gerði ráð fyrir veltufé frá rekstri að fjárhæð 474,4 milljónum króna. Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum í samanteknum reikningsskilum A og B hluta nam á árinu 2020, 656,2 milljónum króna en áætlun gerði ráð fyrir 973,2 milljónum króna. Á árinu voru engin ný lán tekin en afborganir langtímalána voru 9,7 milljónir króna. Handbært fé lækkaði um 76,7 milljónir króna en áætlun gerði ráð fyrir lækkun að fjárhæð 530,9 milljónum króna. Handbært fé í árslok 2020 var 1.668,4 milljón króna.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa ársreikningi Grindavíkurbæjar og stofnana hans fyrir árið 2020 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

2. Breyting á sveitarstjórnarlögum til að bregðast við neyðarástandi - 2003061
Til máls tók: Sigurður Óli.

Til að tryggja starfhæfi sitt og til að auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélags er öllum sveitarstjórnum heimilt að taka ákvarðanir sem fela m.a. í sér tímabundin frávik frá skilyrðum tiltekinna ákvæða sveitarstjórnarlaga og 5. gr. auglýsingar um leiðbeiningar um notkun fjarfundarbúnaðar á fundum sveitarstjórna, nr. 1140/2013. Heimild þessi gildir til 31. júlí 2021. AUGLÝSING um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga er lögð fram. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framlengingu til 31. júlí 2021.

3. Vegir í náttúru Íslands - breyting á vegskrá - 2104047
Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur og Hallfríður. Lögð fram tillaga að breytingu á orðalagi í vegskrá sbr. reglugerð um vegi í náttúru Íslands samkvæmt lögum um náttúruvernd nr. 260/2018. Sveitarfélagið hefur ekki heimild til að takmarka umferð á vegum og stígum í vegskrá umfram það sem lög segja til um. Skipulagsnefnd samþykkti breytinguna á 85. fundi sínum þann 19. apríl sl. og vísaði afgreiðslunni til staðfestingar bæjarstjórnar. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar.

4. Breyting á deiliskipulagi við Víðihlíð - 2102113
Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Hallfríður, Páll Valur og Hjálmar.

Áður auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi Víðihlíðar tekin til umfjöllunar. Eftirfarandi breytingar eru gerðar á tillögunni eftir auglýsingu:

 • Að bygging sem fyrirhugað er að hýsi félagsaðstöðu eldri borgara í Grindavík verði gerð að tveggja hæða byggingu en var ein hæð í auglýstri tillögu.
 • Að fjölbýlishús næst Víðihlíð merkt 1,2,3 og 4 hækki um eina hæð m.v. auglýsta tillögu að því gefnu að því fylgi bílakjallari.
 • Að heimild verði fyrir bílageymslu undir grænu svæði milli lóða 1 og 4.
 • Að bílastæðum verði bætt við á uppdrátt austan við hús nr. 3. Skipulagsnefnd samþykkti breytinguna á fundi sínum þann 19. apríl sl. ásamt því að samþykkt var að auglýsa deiliskipulagstillöguna aftur í samræmi við skipulagslög.

Bókun skipulagsnefndar var vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar.

5. Framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda í tengslum við eldgos í Fagradalsfjalli - 2104041
Til máls tóku: Sigurður Óli og bæjarstjóri. Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs óskar eftir heimild skipulagsnefndar til að samþykkja framkvæmdaleyfi vegna nauðsynlegra framkvæmda m.a. til að tryggja öryggi gesta, innviðauppbyggingu og verndun náttúru vegna eldgoss í Fagradalsfjalli. Allar framkvæmdir á svæðinu eru unnar í samvinnu við landeigendur, Umhverfisstofnun ásamt öðrum þar til bærum aðilum. Skipulagsnefnd samþykkti erindið á 85. fundi sínum þann 19. apríl sl. og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar.

6. Endurskoðun menningarstefnu Grindavíkurbæjar - 1903070
Til máls tóku: Sigurður Óli, Páll Valur, Guðmundur, Hallfríður, Birgitta, Hjálmar og Helga Dís. Drög að menningarstefnu Grindavíkurbæjar lögð fram til afgreiðslu. Tillaga Lagt er til að fresta afgreiðslu málsins til næsta bæjarstjórnarfundar.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum, Páll Valur greiðir atkvæði á móti.

7. Heimsendur matur - Bakkar - 2102127
Til máls tók: Sigurður Óli.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að hækka gjaldskrárliðinn "Matur í Víðihlíð, heimkeyrsla" úr 1.250. kr. í 1.340 kr. Bæjarráð leggur jafnframt til að hækkun tekna verði notaðar til að fjármagna umbúðir undir matinn.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

8. Skólastjóri grunnskóla - Ráðning - 2104025
Til máls tók: Sigurður Óli. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 700.000 kr. á rekstrareininguna 21611 sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

9. Dagdvöl aldraðra - Aðstaða - 2010024
Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Hjálmar og Páll Valur.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka á rekstraeininguna 02421 að fjárhæð 4.350.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

10. Vinnuskóli Grindavíkurbæjar 2021 - 2101003
Til máls tók: Sigurður Óli.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 8.700.000 kr. vegna vinnuskólans og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé. Jafnframt leggur bæjarráð til að starfsáætlun vinnuskólans taki mið af því fé sem ætlað er í vinnuskólann.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

11. Umsókn um skólavist - 2103078
Til máls tók: Sigurður Óli.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 12.445.000 kr. á rekstrareininguna "04221 Sérskólar" og hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

12. Viðhald á reiðvelli og reiðvegum - 2009031
Til máls tóku: Sigurður Óli og bæjarstjóri.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 1.900.000 kr. á málaflokk 06 sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

13. Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga 2021 - 2102009
Til máls tóku: Sigurður Óli, Helga Dís, Hallfríður, Páll Valur, Birgitta og Hjálmar.

Fundargerð 896. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags 26. mars 2021, er lögð fram til kynningar.

14. Bæjarráð Grindavíkur - 1577 - 2104001F
Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, bæjarstjóri, Hallfríður, Páll Valur, Helga Dís og Birgitta.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

15. Bæjarráð Grindavíkur - 1578 - 2104006F
Til máls tóku: Sigurður Óli, bæjarstjóri, Birgitta, Páll Valur, Guðmundur, Hallfríður, Helga Dís og Hjálmar.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

16. Bæjarráð Grindavíkur - 1579 - 2104013F
Til máls tóku: Sigurður Óli, Páll Valur, Hjálmar, Helga Dís, Guðmundur, Hallfríður, Birgitta og bæjarstjóri.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

17. Skipulagsnefnd - 85 - 2104012F
Til máls tóku: Sigurður Óli, Páll Valur, Helga Dís, Hallfríður, Guðmundur, bæjarstjóri, Birgitta og Hjálmar.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

18. Fræðslunefnd - 108 - 2104003F
Til máls tóku: Sigurður Óli, Helga Dís, Páll Valur, Hallfríður, Birgitta, bæjarstjóri, Guðmundur og Hjálmar. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

19. Umhverfis- og ferðamálanefnd - 53 - 2104007F
Til máls tóku: Sigurður Óli, Páll Valur, Helga Dís, Birgitta, Hallfríður, Hjálmar og Guðmundur. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

20. Frístunda- og menningarnefnd - 103 - 2103022F
Til máls tóku: Sigurður Óli, Birgitta, Páll Valur, Hallfríður, bæjarstjóri, Hjálmar og Guðmundur. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

21. Afgreiðslunefnd byggingarmála - 50 - 2104010F
Til máls tóku: Sigurður Óli, Páll Valur, Guðmundur og Birgitta. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 21. september 2021

Fundur 1592

Skipulagsnefnd / 20. september 2021

Fundur 90

Afgreiđslunefnd byggingamála / 15. september 2021

Fundur 53

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 15. september 2021

Fundur 55

Bćjarráđ / 14. september 2021

Fundur 1591

Frćđslunefnd / 6. maí 2021

Fundur 109

Frćđslunefnd / 2. september 2021

Fundur 111

Frístunda- og menningarnefnd / 8. september 2021

Fundur 107

Bćjarráđ / 7. september 2021

Fundur 1590

Bćjarstjórn / 31. ágúst 2021

Fundur 519

Skipulagsnefnd / 26. ágúst 2021

Fundur 89

Frístunda- og menningarnefnd / 18. ágúst 2021

Fundur 106

Bćjarráđ / 24. ágúst 2021

Fundur 1589

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. ágúst 2021

Fundur 52

Bćjarráđ / 20. júlí 2021

Bćjarráđ, fundur nr. 1588

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 7. júlí 2021

Fundur 54

Bćjarráđ / 6. júlí 2021

Fundur 1587

Almannavarnir / 24. júní 2021

Fundur 72

Bćjarráđ / 29. júní 2021

Fundur 1586

Bćjarráđ / 22. júní 2021

Fundur 1585

Skipulagsnefnd / 21. júní 2021

Fundur 88

Öldungaráđ / 18. júní 2021

Fundur 10

Afgreiđslunefnd byggingamála / 16. júní 2021

Fundur 51

Bćjarráđ / 15. júní 2021

Fundur 1584

Frístunda- og menningarnefnd / 14. júní 2021

Fundur 105

Bćjarráđ / 8. júní 2021

Fundur 1583

Skipulagsnefnd / 31. maí 2021

Fundur 87

Frćđslunefnd / 3. júní 2021

Fundur 110

Bćjarstjórn / 25. maí 2021

Fundur 518

Hafnarstjórn / 21. maí 2021

Fundur 477

Nýjustu fréttir

Kosiđ í Grunnskóla Grindavíkur

 • Fréttir
 • 24. september 2021

Pálmar trúbador á Fish House annađ kvöld

 • Fréttir
 • 24. september 2021

Kosningagleđi xD á Vörinni í kvöld

 • Fréttir
 • 24. september 2021

Hluta Hópsbrautar lokađ tímabundiđ

 • Fréttir
 • 24. september 2021

Starfsmađur í Skólasel

 • Fréttir
 • 22. september 2021

Sjálfstćđisflokkurinn býđur í súpu

 • Fréttir
 • 22. september 2021