Laus stađa: Skólastjóri Grunnskóla Grindavíkur

 • Fréttir
 • 27. apríl 2021

Staða skólastjóra Grunnskóla Grindavíkur er laus til umsóknar. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst næstkomandi.

Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir víðtækri þekkingu á skólastarfi, hefur sýnt góðan árangur í störfum sínum og hefur getu til að leiða skólann áfram undir merkjum hugmyndafræði uppeldis til ábyrgðar – uppbyggingar sjálfsaga og einkunnarorða skólans um virðingu, vellíðan og virkni. 

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Veitir skólanum faglega forystu og leiðir fjölbreytt og skapandi skólastarf í samræmi við grunnskólalög, aðalnámskrá grunnskóla og skólastefnu sveitarfélagsins
 • Samvinna við fræðsluyfirvöld í sveitarfélaginu um stefnumótun og ákvarðanatökur
 • Ábyrgð á daglegum rekstri og starfsemi skólans, m.a. ráðningum, starfsþróun og vinnutilhögun
 • Stuðlar að framförum, árangri, velferð og vellíðan nemenda og starfsfólks
 • Þróar og fylgir eftir framsækinni sýn, stefnu og skólamenningu í samstarfi við starfsfólk, nemendur og foreldra
 • Samstarf við aðila skólasamfélagsins í Grindavík

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Leyfisbréf sem kennari, auk kennslu- og stjórnunarreynslu í grunnskóla
 • Viðbótarmenntun í stjórnun eða reynsla sem veitir sérhæfða hæfni, sbr. 2. mgr. 5. gr. laga nr. 95/2019
 • Leiðtogahæfni og reynsla af faglegri forystu á sviði skólamála í grunnskóla
 • Þekking og reynsla á stjórnsýslu, fjármálastjórn og starfsmannamálum
 • Góð þekking á notkun upplýsingatækni í kennslu
 • Lipurð í samstarfi og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæði, sjálfstæði og góðir skipulagshæfileikar
 • Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti

Umsóknarfrestur er til og með 3. maí 2021. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í stöðu skólastjóra grunnskóla, ásamt afriti af prófskírteinum.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Áhugasamir umsækjendur, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um

Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511 1225 og Nökkvi Már Jónsson (nmj@grindavik.is), sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs Grindavíkurbæjar, í síma 420 1100.


Deildu ţessari frétt