Fundur 85

 • Skipulagsnefnd
 • 26. apríl 2021

85. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, 19. apríl 2021 og hófst hann kl. 16:15.


Fundinn sátu:
Guðmundur L. Pálsson, formaður, Ólafur Már Guðmundsson, aðalmaður,
Lilja Ósk Sigmarsdóttir, aðalmaður, Gunnar Már Gunnarsson, aðalmaður,
Björgvin Björgvinsson, varamaður, Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Fundargerð ritaði:  Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Dagskrá:
1.     Deiliskipulagsbreyting - Orkuvinnslusvæði á Reykjanesi - 2012024
    Ráðgjafi HS orku við deiliskipulagsbreytingu á orkuvinnslusvæðinu á Reykjansi mætti á fundinn til að fara yfir stöðuna. 

Sviðsstjóra falið að afmarka svæði fyrir lóðir á deiliskipulagssvæðinu. 
        
2.     Breyting á deiliskipulagi við Víðihlíð - 2102113
    Fulltrúi frá VSÓ ráðgjöf, Grindinni ehf. og HH smíði mættu á fundinn undir dagskrárliðnum. Áður auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi Víðihliðar tekin til umfjöllunar. Samþykkt að gera eftirfarandi breytingar á tillögunni: 

- Að bygging sem fyrirhugað er að hýsi félagsaðstöðu eldri borgara í Grindavík verði gerð að tveggja hæða byggingu en var ein hæð í auglýstri tillögu. 
- Að fjölbýlishús næst Víðihlíð merktar 1,2,3 og 4 hækki um eina hæð m.v. auglýsta tillögu að því gefnu að því fylgi bílakjallari. 
- Að heimild verði fyrir bílageymslu undir grænu svæði milli lóða 1 og 4. 
- Að bílastæðum verði bætt við á uppdrátt austan við hús nr. 3 

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa og kynna framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi við Víðihlíð og vísar henni til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
        
3.     Deiliskipulagsbreyting Efrahóp 4 - 2104033
    Óskað er eftir að stækka byggingarreit við Efrahóp 4 um 0,6 m til austurs og vesturs, þ.e. að heildarbreikkun á byggingarreit verði 1,2 m. 

Skipulagnefnd heimilar umsækjenda að fara umbeðna deiliskipulagsbreytingu og að það verði gert í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sviðsstjóra falið að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Efrahóps 1,2,3,5,6 og 7. Grenndarkynningartími er amk. 4 vikur í samræmi við 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Skipulagsnefnd vekur athygli lóðarhafa/umsækjanda á eftirfarandi: 
Lóðarhafi ber að greiða allan þann kostnað sem af breytingunni hlýst. Auk hinnar eiginlegu skipulagsvinnu þá má t.d. nefna kostnað sem verður til við breytingu á innviðum (t.d. rafmagn, vatnslagnir og fráveita) á skipulagssvæðinu vegna breytingarinnar. 

        
4.     Vegir í náttúru Íslands - breyting á vegskrá - 2104047
    Lögð fram tillaga að breytingu á orðalagi í vegskrá sbr. reglugerð um vegi í náttúru Íslands samkvæmt lögum um náttúruvernd nr. 260/2018. 

Sveitarfélagið hefur ekki heimild til að takmarka umferð á vegum og stígum í vegskrá umfram það sem lög segja til um. 

Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna og vísar afgreiðslunni til staðfestingar bæjarstjórnar. 
        
5.     Höskuldavellir 1 - Umsókn um byggingarleyfi - 2104001
    Sótt er um byggingarleyfi fyrir því að stækka bílageymslu við Höskuldavelli 1 um 18,9 m2. 

Lóðin er á ódeiliskipulögðu svæði. Samkvæmt 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og gr. 5.9.12 í skipulagsreglugerðar skal fara fram grenndarkynning á byggingaráformunum á ódeiliskipulögðum svæðum. 

Skipulagsnefnd felur sviðsstjóra að grenndarkynna byggingaráformin fyrir lóðarhafa við Höskuldavellir 3. 
        
6.     Víkurbraut 22 - Umsókn um byggingarleyfi - 2104028
    Sótt er um byggingarleyfi vegna breytingar á innra skipulag, útliti og breyttri notkun á bílageymslu við Víkurbraut 22. 

Sviðsstjóra er falið að grenndarkynna bygggingarleyfisumsóknina fyrir lóðarhöfum að Víkurbraut 17, 19 og 20. 
        
7.     Framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda í tengslum við eldgos í Fagradalsfjalli - 2104041
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs óskar eftir heimild skipulagsnefnar til að samþykkja framkvæmdaleyfi vegna nauðsynlegra framkvæmda m.a. til að tryggja öryggi gesta, innviðauppbyggingu og verndun náttúru vegna eldgos í Fagradalsfjalli. Allar framkvæmdir á svæðinu eru unnar í samvinnu við landeigendur, Umhverfisstofnun ásamt öðrum þar til bærum aðilum. 

Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar. 
        
8.     Vatnaáætlun Íslands - 2011037
    Vatnaáætlun íslandi 2022 -2027 ásamt aðgerðaráætlun, vöktunaráætlun og umhverfisskýrslu vatnaáætlunar eru allar komnar í 6 mánaða opinbera kynningu. Frestur til að senda inn ábendingar og athugasemdir er til og með 15.júní 2021. 

Erindið er lagt fram til kynningar.

        
9.     Afgreiðslunefnd byggingarmála - 50 - 2104010F 
    Fundargerð afgreiðslunefndar byggingarmála nr. 50 lögð fram til kynningar. 
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:50.


Guðmundur L. Pálsson        Ólafur Már Guðmundsson
Lilja Ósk Sigmarsdóttir        Gunnar Már Gunnarsson
Björgvin Björgvinsson        
        


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 21. september 2021

Fundur 1592

Skipulagsnefnd / 20. september 2021

Fundur 90

Afgreiđslunefnd byggingamála / 15. september 2021

Fundur 53

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 15. september 2021

Fundur 55

Bćjarráđ / 14. september 2021

Fundur 1591

Frćđslunefnd / 6. maí 2021

Fundur 109

Frćđslunefnd / 2. september 2021

Fundur 111

Frístunda- og menningarnefnd / 8. september 2021

Fundur 107

Bćjarráđ / 7. september 2021

Fundur 1590

Bćjarstjórn / 31. ágúst 2021

Fundur 519

Skipulagsnefnd / 26. ágúst 2021

Fundur 89

Frístunda- og menningarnefnd / 18. ágúst 2021

Fundur 106

Bćjarráđ / 24. ágúst 2021

Fundur 1589

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. ágúst 2021

Fundur 52

Bćjarráđ / 20. júlí 2021

Bćjarráđ, fundur nr. 1588

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 7. júlí 2021

Fundur 54

Bćjarráđ / 6. júlí 2021

Fundur 1587

Almannavarnir / 24. júní 2021

Fundur 72

Bćjarráđ / 29. júní 2021

Fundur 1586

Bćjarráđ / 22. júní 2021

Fundur 1585

Skipulagsnefnd / 21. júní 2021

Fundur 88

Öldungaráđ / 18. júní 2021

Fundur 10

Afgreiđslunefnd byggingamála / 16. júní 2021

Fundur 51

Bćjarráđ / 15. júní 2021

Fundur 1584

Frístunda- og menningarnefnd / 14. júní 2021

Fundur 105

Bćjarráđ / 8. júní 2021

Fundur 1583

Skipulagsnefnd / 31. maí 2021

Fundur 87

Frćđslunefnd / 3. júní 2021

Fundur 110

Bćjarstjórn / 25. maí 2021

Fundur 518

Hafnarstjórn / 21. maí 2021

Fundur 477

Nýjustu fréttir

Kosiđ í Grunnskóla Grindavíkur

 • Fréttir
 • 24. september 2021

Pálmar trúbador á Fish House annađ kvöld

 • Fréttir
 • 24. september 2021

Kosningagleđi xD á Vörinni í kvöld

 • Fréttir
 • 24. september 2021

Hluta Hópsbrautar lokađ tímabundiđ

 • Fréttir
 • 24. september 2021

Starfsmađur í Skólasel

 • Fréttir
 • 22. september 2021

Sjálfstćđisflokkurinn býđur í súpu

 • Fréttir
 • 22. september 2021