Dagskrá bćjarstjórnarfundarins á morgun

  • Fréttir
  • 26. apríl 2021

517. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur verður haldinn í bæjarstjórnarsal, 27. apríl 2021 og hefst kl. 16:00.

Dagskrá:
Almenn mál

1. 2103084 - Ársuppgjör 2020 - Grindavíkurbær og stofnanir
Fyrri umræða ársreiknings Grindavíkurbæjar og stofnana fyrir árið 2020.

2. 2003061 - Breyting á sveitarstjórnarlögum til að bregðast við neyðarástandi
Til að tryggja starfhæfi sitt og til að auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélags er öllum sveitarstjórnum heimilt að taka ákvarðanir sem fela m.a. í sér tímabundin frávik frá skilyrðum tiltekinna ákvæða sveitarstjórnarlaga og 5. gr. auglýsingar um leiðbeiningar um notkun fjarfundarbúnaðar á fundum sveitarstjórna, nr. 1140/2013. Heimild þessi gildir til 31. júlí 2021.

3. 2104047 - Vegir í náttúru Íslands - breyting á vegskrá
Lögð fram tillaga að breytingu á orðalagi í vegskrá sbr. reglugerð um vegi í náttúru Íslands samkvæmt lögum um náttúruvernd nr. 260/2018. Sveitarfélagið hefur ekki heimild til að takmarka umferð á vegum og stígum í vegskrá umfram það sem lög segja til um.

Skipulagsnefnd samþykkti breytinguna á 85. fundi sínum þann 19. apríl sl. og vísaði afgreiðslunni til staðfestingar bæjarstjórnar.

4. 2102113 - Breyting á deiliskipulagi við Víðihlíð
Áður auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi Víðihlíðar tekin til umfjöllunar. Eftirfarandi breytingar eru gerðar á tillögunni eftir auglýsingu: - Að bygging sem fyrirhugað er að hýsi félagsaðstöðu eldri borgara í Grindavík verði gerð að tveggja hæða byggingu en var ein hæð í auglýstri tillögu. - Að fjölbýlishús næst Víðihlíð merkt 1,2,3 og 4 hækki um eina hæð m.v. auglýsta tillögu að því gefnu að því fylgi bílakjallari. - Að heimild verði fyrir bílageymslu undir grænu svæði milli lóða 1 og 4. - Að bílastæðum verði bætt við á uppdrátt austan við hús nr. 3.

Skipulagsnefnd samþykkti breytinguna á fundi sínum þann 19. apríl sl. ásamt því að samþykkt var að auglýsa deiliskipulagstillöguna aftur í samræmi við skipulagslög. Bókun skipulagsnefndar var vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

5. 2104041 - Framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda í tengslum við eldgos í Fagradalsfjalli
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs óskar eftir heimild skipulagsnefnar til að samþykkja framkvæmdaleyfi vegna nauðsynlegra framkvæmda m.a. til að tryggja öryggi gesta, innviðauppbyggingu og verndun náttúru vegna eldgoss í Fagradalsfjalli. Allar framkvæmdir á svæðinu eru unnar í samvinnu við landeigendur, Umhverfisstofnun ásamt öðrum þar til bærum aðilum.

Skipulagsnefnd samþykkti erindið á 85. fundi sínum þann 19. apríl sl. og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

6. 1903070 - Endurskoðun menningarstefnu Grindavíkurbæjar
Drög að menningarstefnu Grindavíkurbæjar lögð fram til afgreiðslu.

7. 2102127 - Heimsendur matur - Bakkar
Málið lagt fyrir bæjarstjórn þar sem lögð er til breyting á gjaldskrá til hækkunar á liðnum „Matur í Víðihlíð, heimkeyrsla". Bæjarráð leggur til að hækka liðinn í 1.340 kr. úr 1.250 kr. Tekjur verða notaðar til að fjármagna umbúðir undir matinn.

8. 2104025 - Skólastjóri grunnskóla - Ráðning
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 700.000 kr. á rekstrareininguna 21611 sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.

9. 2010024 - Dagdvöl aldraðra - Aðstaða
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka á rekstraeininguna 02421 að fjárhæð 4.350.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.

10. 2101003 - Vinnuskóli Grindavíkurbæjar 2021
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.

11. 2103078 - Umsókn um skólavist
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 12.445.000 kr. á rekstrareininguna „04221 Sérskólar“ og hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.

12. 2009031 - Viðhald á reiðvelli og reiðvegum
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 1.900.000 kr. á málaflokk 06 sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.
Fundargerðir til kynningar

13. 2102009 - Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga 2021
Fundargerð 896. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags 26. mars 2021 er lögð fram.

14. 2104001F - Bæjarráð Grindavíkur - 1577

15. 2104006F - Bæjarráð Grindavíkur - 1578

16. 2104013F - Bæjarráð Grindavíkur - 1579

17. 2104012F - Skipulagsnefnd - 85

18. 2104003F - Fræðslunefnd - 108

19. 2104007F - Umhverfis- og ferðamálanefnd - 53

20. 2103022F - Frístunda- og menningarnefnd - 103

21. 2104010F - Afgreiðslunefnd byggingarmála - 50

 

23.04.2021
Fannar Jónasson, bæjarstjóri


Deildu ţessari frétt