Eldgosiđ í Geldingadölum í Good morning America

  • Fréttir
  • 21. apríl 2021

„Good Morning America“ á vegum ABC News fjallaði í morgun um eldgosið í Geldingadölum í Grindavík i beinni útsendingu. Tveir sérfræðingar Veðurstofu Íslands voru þar til viðtals, þær Söra Barsotti, fagstjóri eldfjallavár og Melissa Anne Pfeffer, sérfræðingur á sviði gasdreifingar. Um var að ræða beina útsendingu frá gosstöðvunum við Fagradalsfjall.  „Good Morning America“ er einn allra vinsælasti sjónvarpsþáttur heims en hér má sjá brot úr útsendingu „Good Morning America“ frá því í morgun

Í upphafi innslagsins er rætt um að áhorfendur fari nú á einn magnaðasta stað jarðarinnar þar sem eldgos sé í gangi. Landið sé nú opið fyrir fólki sem sé búið að fá bólusetningu gegn Covid og það sé þeirra fréttamaður á staðnum svo sannarlega búinn að fá. Fréttamaðurinn segist efast um að lýsingar eða upptökur af svæðinu nái að skila því hversu stórkostlegt sé að standa rétt við virkan gosgíg. Við mælum með áhorfi og sérsaklega að hlusta eftir glæsilegum framburði fréttamanns á Fagradalsfjalli á mínútu 0:30. 

Áhugavert er að heyra sérfræðing NASA segja að eldgos á Mars og Reykjanesi eru svipuð að gerð þó ekki hafi í sést virkt eldfjall á Mars á sögulegum tímum. 


Deildu ţessari frétt