354. fundur.
Ár 2004, þriðjudaginn 3. febrúar kom hafnarstjórn Grindavíkur saman til fundar að Víkurbraut 62 kl. 17,00.
Undirritaðir voru mættir – þetta gerðist,
1. Tillaga að dýpkunarplani.
Fyrir liggur plan frá Siglingastofnun um dýpkun innan hafnar um 40.000 rúmmetra. Dýpkun á að vera lokið 31. mars. 2005. Hafnarstjórn leggur til að legu nýrrar Svírabryggju verði breytt sem minnst þannig að stálþil verði sem næst núverandi þili.
2. Minnispunktar frá fundi með Siglingastofnun 20. jan s.l.
Lagðir fram.
3. Hafnarframkvæmdir 2004.
Á fjárlögum 2004 er veitt 189,1 milljón króna til nýframkvæmda og uppgjörs eldri framkvæmda. Nýframkvæmdir þar af 186,4 milljónir.
Hafnarstjórn staðfestir að hafnarsjóður geti staðið undir heimahluta framkvæmdanna samkvæmt fjárhagsáætlun ársins 2004.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:30.
Ólafur Örn Ólafsson
ritaði fundagerð.
Margrét Gunnarsdóttir Viktor Jónsson
Ólafur Sigurpálsson Sigurður Gunnarsson
Sverrir Vilbergsson