Óskađ eftir ţátttakendum í rannsókn á skjálftariđu

  • Fréttir
  • 15. apríl 2021

Þremur dögum áður en fór að gjósa í Geldingadölum í Grindavík hélt Hannes Petersen prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands fyrirlestur um skjálftariðu í Kvikunni. Margt áhugavert kom í ljós á þeim fyrirlestri sem er aðgengilegur hér fyrir neðan. Nú er Hannes að fara að rannsaka betur fyrirbærið skjálftafiðu á Hreyfiveikisetri Háskólanna. Hannes óskar nú eftir þátttakendum í rannsóknina er neðangreint bréf er til íbúa Grindavíkur: 

Ágætu Grindvíkingar.

Jarðskjálftarnir í aðdraganda eldsumbrotanna sem nú standa yfir á Reykjanesi voru ykkur erfiðir. Mörg ykkar upplifðu líkamleg einkenni eins og svima, sundl, höfuðverk og þreytu, en þessi einkenni eru lík þeim einkennum sem margir þekkja sem sjóveiki eða sjóriðu. Undirritaður hélt fyrirlestur um efnið í Grindavík 16. mars sl. og er sá fyrirlestur aðgengilegur á heimasíðu bæjarins.
Til að kanna nánar þennan vanda hefur fengist leyfi Vísindasiðanefndar til að rannsaka fyrirbærið nánar á Hreyfiveikisetri Háskólans í Reykjavík, Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri (sjá: https://en.ru.is/bne/bioinformatics/). 
Með þessum línum býðst ykkur að taka þátt í rannsókn hvort heldur sem þið funduð fyrir einkennum eða ekki, en rannsóknin er tvíþætt þ.e. annars vegar spurningakönnun en hins vegar  könnun í hreyfiveikihermi (skjálftariðu hermi). Vert er að geta þess að rannsóknin er sársauka og hættulaus.
Þau ykkar sem áhuga hafa er vinsamlega bent á að hafa sambannd við unndirritaðan með að senda t-póst á hpet@hi.is

Með kveðju og fyrirfram þökk
Hannes Petersen prófessor læknadeild HÍDeildu ţessari frétt