Lćrdómssamfélagiđ Grindavík

  • Fréttir
  • 12. apríl 2021

Skólaskrifstofa Grindavíkurbæjar fékk á dögunum úthlutað styrk úr Sprotasjóði. Sjóðurinn er sameiginlegur sjóður fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla og styður við þróun og nýjungar í skólastarfi. Styrkurinn er annar hæsti styrkur sem var veittur, eða 3 mkr. Verkefnið snýst um að innleiða vinnubrögð lærdómssamfélags í alla skóla, þ.e. leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla og skólaskrifstofu. Ingibjörg María Guðmundsdóttir, yfirsálfræðingur segir að umsóknin sé í samvinnu við stjórnendur allra skóla og í samræmi við skólastefnu Grindavíkurbæjar.  

"Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri stýrir verkefninu. Hver stofnun innnan Grindavíkur setur fram þema sem verður eins konar leiðarstef í innleiðngunni til að gera verkefnið merkingabært á hverjum stað. Áætlunin gerir ráð fyrir að það taki þrjú skólaár að þróa teymisvinnu í lærdómssamfélagi sem er í raun ferli og lýkur aldrei. Árangurinn kemur hins vegar í ljós þegar starfshættir og viðhorf eru orðin inngróin í skólasamfélagið. Markmið þessa ferlis skv. umsókninni eru m.a. að þróa teymisvinnu fagaðila og samstarfsmenningu, þróa dreifða forystu með leiðtogum í teymum, styðja stjórnendur í kennslufræðilegri forystu, styðja kennara í að nýta fjölbreyttar og gagnreyndar aðferðir til að koma til móts við mismunandi þarfir nemenda."

Við óskum skólaskrifstofu Grindavíkurbæjar innilega til hamingju  með styrkinn og velfarnaðar með spennandi verkefni!
 


Deildu ţessari frétt