Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar í dag klukkan 11:00, föstudaginn 9. apríl vegna eldgoss á Reykjanesi. á RÚV
Farið verður yfir stöðu mála varðandi eldgosið á Reykjanesskaga. Ýmsar spurningar hafa komið upp varðandi gasmengun sem berst frá gosstöðinni, bæði í byggð og á staðnum. Á fundinum verður fjallað um áhrif gosmengunar á heilsu fólks, hvar hægt er að finna upplýsingar og hættur sem ber að varast á staðnum.
Aðilar sem geta varpað ljósi á ýmislegt er varðar eldgosið verða á fundi dagsins. Þar verða Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn almannavarna, Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun, Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu Veðurstofu Íslands, Magnús Tumi jarðeðlisfræðingur frá HÍ og Gunnar Guðmundsson lungnalæknir.
Vegna sóttvarnarreglna, sem nú eru í gildi þá er fjölmiðlafólki boðið að fylgjast með upplýsingafundinum á fjarfundi, þar verður hægt að spyrja spurninga eftir hefðbundna dagskrá.