Kvikugangurinn sýndur myndrćnt á korti

  • Almannavarnir
  • 7. apríl 2021

Frá því jarðskjálftahrinan gekk yfir og kvikugangur myndaðist milli Keilis í norðaustri og Nátthaga í suðvestur hefur nú opnast þriðja gossprungan, sem opnaðist milli hinna tveggja um miðnætti liðna nótt. Meðfylgjandi mynd er tekin af Vísi þar sem rætt er við einn okkar fremsta sérfræðing á sviði eldgosa, Kristínu Jónsdóttur. Kristín var í viðtali í Bítinu á Bylgjuni en hún sagði nýjan kafla að hefjast í eldgosinu í Geldingadölum, nú þegar nýjar sprungur hafi opnast. Hún telur ekki ólíklegt að sprunga opnist áfram í norðaustur og nær Keili. Fólk eigi ekki að vera á ferli á tiltekinni „línu“ til norðausturs sem kvikugangurinn teiknar upp.

Hún benti á að eldgosið hefði haldist nokkuð stöðugt í dágóðan tíma eftir að það hófst 19. mars og litlar breytingar orðið á virkninni. Nú væri nýr kafli að hefjast í ljósi þess að ný sprunga opnaðist á mánudag og svo önnur í nótt.

„Þannig að það skyldi fara að brotna svona til norðausturs frekar skyndilega er auðvitað nýr kafli í þessari sögu. Þetta er allt á sömu sprungunni, þetta er þessi lína sem gangurinn teiknaði upp fyrir okkur sem nær frá Nátthaga og langleiðina norðaustur að Keili,“ sagði Kristín.

Vísindaráð almannavarna hafi bent á frá upphafi að þetta væri líkleg þróun.

„Þetta er ekkert að koma upp á „random“ stöðum heldur er þetta að koma upp yfir þessum gangi sem við teiknuðum upp þarna í lok febrúar og skjálftarnir í rauninni teikna upp.“

Sprungan opnist áfram til norðausturs
Kristín taldi ekki hættu á að sprungur opnuðust á stikuðu gönguleiðinni að gosinu, sem flestir hafa nýtt sér undanfarnar vikur til að komast á svæðið. Hún benti á að svæðið hefði verið rýmt um leið og fregnir bárust af því að hraun væri byrjað að flæða upp um nýja sprungu.

„Það eru engar þekktar sprungur fyrir sunnan gosstöðvarnar og svo benda aflögunargögn til þess að gangurinn þar sé enn þá á eins kílómetra dýpi.“

En hvað finnst Kristínu líklegast að gerist næst?

„Mér fyndist ekki ólíklegt að sprunga myndi halda áfram að opnast norðausturúr, að hún færi að færa sig nær Keili. Það er eitthvað sem gæti gerst.“

Líklega meira hraun að koma upp
Þá sagði hún vísindamenn nú vera að reyna að átta sig á umfangi hraunfæðisins, hvort hraunið sem streymdi nú úr nýju sprungunni væri hrein viðbót við það sem flæddi áður eða hvort verulega hefði dregið úr hraunflæði á öðrum stöðum.

„Við fáum ekki lokasvar með þetta fyrr en er búið að fljúga yfir og gera almennileg líkön af því rúmmáli sem kemur upp núna. Fyrstu niðurstöður benda til þess að það sé meira að koma upp, að það hafi aðeins dregið úr gosinu í Geldingadölum samfara því að þessar sprungur myndist en í heildina litið erum við að fá meira hraun koma upp og þá líka meira gas, sem er eitt af því sem við þurfum að skoða. Því þá má búast við að mengun í byggð verði meira vandamál en hún hefur verið hingað til.“


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 15. apríl 2025

Vorferđ FebG í Ţórsmörk 21.maí 2025

Fréttir / 15. apríl 2025

Alli á Eyri og páskaegg í Kvikunni

Fréttir / 14. apríl 2025

Sundlaugin lokuđ í dag - Opiđ á morgun

Fréttir / 4. apríl 2025

Opiđ til Grindavíkur

Fréttir / 3. apríl 2025

Ađgengi takmarkađ til Grindavíkur

Fréttir / 1. apríl 2025

Eldgos hafiđ rétt norđur af Grindavík