Góa gefur Grindvíkingum hraunpáskaegg

  • Fréttir
  • 2. apríl 2021

Því miður ætlaði Helgi í Góu ekki að gefa öllum Grindvíkingum páskaegg þó hugmyndin sé frábær! Fréttin hér fyrir neðan var því 1. apríl gabb. Við vonum að allir sem lögðu á sig að bíða heima eftir eggjum eða sendu okkur póst fái engu að síður sín páskaegg í ár. 

Grindvíkingar eru hvattir til að vera heimavið milli klukkan 14:00 - 16:00 í dag en Sælgætisgerðin Góa hyggst senda hraunpáskaegg í öll hús bæjarins. Þeir sem af einhverjum ástæðum geta ekki verið heima eru beðnir að senda póst á heimasidan@grindavik.is svo hægt sé að tryggja að allir fái sitt egg. 

"Grindvíkingar hafa mátt þola miklar raunir eftir jarðskjálftana undanfarið. Þegar byrjaði svo að gjósa í bakgarðinum þeirra fannst mér tilvalið að senda þeim smá glaðning í tilefni páskana, og hvað er meira viðeigandi en HRAUN-páskaegg?", sagði Helgi Vilhjálmsson, eigandi Góu. 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir